Lífið

Ólétt kona blekkir og betlar pening

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Fullt af fólki gaf þeim peninga. Örugglega fimm manneskjur á fimm mínútum gáfu þeim peninga,“ segir Melissa Smith í viðtali við KGTV. Hún sá unga, ólétta konu og son hennar betla fyrir utan verslunarmiðstöð í San Diego í Kaliforníu en sá þau síðan keyra í burtu í Mercedes Benz-bifreið. Frá þessu segir ABC.

Melissa sá mæðginin í bifreið sinni fyrir framan sig þegar hún var á leiðinni heim og voru þau að telja peningana sína og hlæja. Hún fylgdist með þeim stöðva bifreiðina fyrir framan aðra verslunarmiðstöð og betla þar lika. Melissa tók myndir af þeim í þeim tilgangi að gera lögreglu viðvart. Þá varð ólétta konan ævareið.

„Næsta sem ég sé er að hún tekur upp stóran hnullung. Ég veit ekki hvort óléttar konur geta það en hann var frekar stór og hún réðst að mér með þessu grjóti,“ segir Melissa.

Vitni að árásinni hringdi í neyðarlínuna en þegar lögreglan mætti á staðinn var konan á bak og burt. Lögreglan gat rakið bílnúmerið og fann út að konan hafði leigt íbúð á 2500 dollara á mánuði, rúmlega þrjú hundruð þúsund krónur, í nágrenninu. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði annar leigjandi flutt inn og ekki hefur náðst að handsama óléttu konuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×