Fiat sendibílar með Ram merki í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2014 11:24 Ram ProMaster City. Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur nú hafið sölu á minni gerðum Fiat sendibíla í Bandaríkjunum undir merkjum Ram. Slíkir bílar eru í minni flokki sendibíla þar vestra og í ódýrari kantinum. Fiat bílarnir státa þó af mestu flutningsgetunni í flokknum. Fiat Doblo er markaðssettur vestanhafs sem Ram ProMaster City og nokkru stærri Fiat Ducato heitir Ram ProMaster. Minni sendibíllinn kostar aðeins 2,9 milljónir króna. Hann slær þó ekki við Nissan NV200 sendibílnum í verði en hann kostar aðeins 2,7 milljónir í Bandaríkjunum og Chevy City frá General Motors kostar einnig minna, eða 2,85 milljónir króna þar vestra. Fiat sendibílarnir eru með 178 hestafla 2,4 lítra vélar, þá öflugust í þessum stærðarflokki sendibíla. Eru þeir framleiddir í verksmiðjum Chrysler í Mexíkó.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent