Lífið

Enginn kvíði í þessu teiti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Útgáfu bókarinnar Náðu tökum á kvíða, fælni og áhyggjum var fagnað í Eymundsson, Skólavörðustíg í gær en um er að ræða sjálfshjálparbók þar sem veitt eru fljótvirk ráð á sviði hugrænnar atferlismeðferðar.

Sóley Dröfn Davíðsdóttir, höfundar bókarinnar, er sálfræðingur, forstjóri Kvíðameðferðarstöðvarinnar og formaður Félags um hugræna atferlismeðferð. Hún hefur lokið sérnámi í hugrænni atferlismeðfer og sérfræðingsviðurkenningu í klínískri sálfræði.

Góð stemning var í útgáfuteitinu og örlaði ekki á kvíða í því samkvæmi.

Sigríður D. Benediktsdóttir og Margrét Valdimarsdóttir.
Höfundur áritar.
Svala Þormóðsdóttir, útgáfustjóri og Margrét Laxnes.
Einar Þór Jónsson og Sóley Dröfn Davíðsdóttir, höfundur bókarinnar.
Góð stemning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×