Lífið

Getnaðarvarnarpillan óþörf árið 2050

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Í framtíðinni verða öll börn plönuð.
Í framtíðinni verða öll börn plönuð. vísir/getty
Prófessor Carl Djerassi, 91 árs, einn af mönnunum á bak við getnaðarvarnarpilluna, trúir því að getnaðarvarnarpillan verði óþörf árið 2050. Hann stendur í þeirri trú að konur og karlmenn muni þá láta frysta egg sín og sæði og fara í ófrjósemisaðgerðir snemma á lífsleiðinni. Því verði kynlíf aðeins til skemmtunar og engar áhyggjur þarf að hafa af óvæntum þungunum.

„Meirihluti kvenna sem kýs tæknifrjóvgun í framtíðinni verða frjóar konur sem hafa fryst egg sín og seinkað þungun,“ segir hann í viðtali við Telegraph.

Ef kenningar hans reynast sannar myndi fóstureyðingum fækka gífurlega þar sem óvæntar þunganir heyrðu sögunni til. Þetta gæti einnig leitt til þess að börn yrðu heilbrigðari því eggin og sæðið yrði yngra. 

„Konur á þrítugsaldri munu velja þessa leið sem tryggingu sem veitir þeim frelsi til að velja sér frama eða frelsi til að eignast börn án maka. Þá losna þær við pressu lífsklukkunar sem tifar stanslaust,“ segir prófessorinn.

„Ég spái því að margar þessara kvenna fari í tæknifrjóvgun vegna tækniframfara í genaskimun. Og þegar það gerist verður tæknifrjógvun hefðbundin aðferð til að eignast börn,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×