Lífið

Brjóstin blésu út í stærð 36NNN

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fyrir og eftir mynd af Kerishu.
Fyrir og eftir mynd af Kerishu.
Kerisha Mark, fertugur kennari frá Beaumont í Texas í Bandaríkjunum, segir sögu sína í The Washington Post. Brjóst Kerishu blésu út í stærð 36NNN þegar hún var á fertugsaldri en orsökin er hormónasjúkdómurinn gigantomastia, sem á íslensku væri þýtt sem mikill brjóstvöxtur.

Ekki er ljóst af hverju Kerisha fékk sjúkdóminn en konur geta fengið hann á kynþroskaskeiðinu eða þegar þær verða óléttar.

„Ég gat ekki hlaupið eða hoppað eða æft. Ég var mjög takmörkuð í mörgu. Ég meina, maður finnur ekkert íþróttabrjóstahaldara sem passar hvort sem er,“ segir Kerisha í samtali við The Washington Post. Þá fann hún líka fyrir miklum verkjum í brjóstinu og fékk mígrenisköst. 

Kerisha ákvað að panta tíma hjá lýtalækninum Franklin Rose í september og fræðast um brjóstaminnkunaraðgerð. 

„Brjóstin héngu niður að mjöðmum og það var eins og hún væri að halda á þremur körfuboltum, þau voru svo stór,“ segir Franklin sem brá heldur betur í brún þegar hann sá hve stór brjóst Kerishu voru. Fyrir stuttu fór Kerisha í brjóstaminnkunaraðgerð og hefur sjaldan liðið betur.

„Að minnka brjóstin mín var eins og að skilja. Og eins og gerist og gengur í slæmu sambandi fattar maður ekki hve slæmt ástandið er fyrr en sambandið er búið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×