Lífið

Fótósjoppaði andlit sitt á nakta kvenmannslíkama

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Mér fannst að ég gæti alþjóðavætt nektar sjálfsmyndina ef ég gæti orðið allar þessar stúlkur,“ segir Jillian.
„Mér fannst að ég gæti alþjóðavætt nektar sjálfsmyndina ef ég gæti orðið allar þessar stúlkur,“ segir Jillian.
Bandaríska listakonan Jillian Mayer sýnir nú í nútímalistasafninu í Montreal í Kanada. Sýningin hennar heitir 400 Nudes og samanstendur af fjögur hundruð sjálfsmyndum, eða „selfie“ sem sýna nekt kvenna.

Jillian sat ekki sjálf nakin fyrir heldur fann sjálfsmyndirnar á síðum eins og Tumblr og Reddit og fótósjoppaði síðan andlit sitt inn á myndirnar til að setja sjálfa sig í spor kvennanna sem tóku myndirnar. 

„Mér fannst að ég gæti alþjóðavætt nektar sjálfsmyndina ef ég gæti orðið allar þessar stúlkur,“ segir Jillian í viðtali við Huffington Post.

Jillian segir að verk sín velti upp þeirri spurningu hvaða skömm fylgi því að taka sjálfsmynd af sér naktri. Nektarmyndir sem lekið er á netið geta dregið dilk á sér og valdið miklum sálfræðilegum sársauka.

„Það er áhugavert að þessar stúlkur eru nánast við völdin þegar þær taka þessar nektar sjálfsmyndir. Þær eru leikstjórinn, fyrirsætan, ritstjórinn og skila verkinu af sér. Þær skapa þetta og um leið og myndin birtist verða þær varnarlausar,“ bætir Jillian við.

Hægt er að skoða sýninguna í Montreal fram til 1. apríl á næsta ári.

Sjálfsmynd á sýningu Jillian.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×