Lífið

Eiga von á barni: "Við erum auðvitað í skýjunum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Baldur Rafn og Sigrún Bender.
Baldur Rafn og Sigrún Bender. vísir/valli
„Þetta var mikið stuð og fór eins og það átti að gera. Þetta var innflutningspartí og eiginlega fjögurra ára afmæli Bpro,“ segir Baldur Rafn Gylfason. Hann rekur heildsöluna Bpro ásamt sinni heittelskuðu, Sigrúnu Bender, og sérhæfa þau sig í hárvörum fyrir hársnyrtistofur. Þau Sigrún og Baldur blésu til teitis um helgina þar sem Bpro er nýflutt í Ögurhvarf en það var yfir nægu að skála í veislunni.

„Við höfðum yfir miklu að skála þetta kvöld. label.m er nú hægt að fá á nánast flestum betri og flottari stofum landsins. Svo erum við nýkomin frá London þar sem við tókum á móti tveimur viðskiptaverðlaunum frá label.m,“ segir Baldur. 

„Það var margt um manninn og giskum við á að um tvö hundruð manns hafi komið við hjá okkur. Það var frábært að horfa yfir hópinn því þarna voru flestir sem hafa hjálpað okkur í gegnum tíðina til að ná þangað sem við erum komin í dag,“ bætir hann við.

En Sigrún og Baldur geta glaðst yfir meiru en góðu gengi fyrirtækisins. Þau eiga nefnilega von á barni.

„Já, aðalgleðigjafann bíðum við reyndar með að hitta þar til sól fer að hækka aftur. Við erum auðvitað í skýjunum með það,“ segir Baldur.

Gassi, ljósmyndari og annar eigandi Eddu útgáfu og útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson.mynd/einkasafn
Baldur Rafn, Bjarni Benediktsson, Sigrún Bender og sonur Bjarna.mynd/einkasafn
Guðný Hrönn , Unnur , Ása , Ragnheiður , Anna Björk og Tobba.vísir/valli
Sigrún, Baldur Rafn og Dísa.vísir/valli
Gummi og Ása, eigendur Suite og GK og Sigrún Bender.
Fanney Þóra og Sólveig.vísir/valli
Freyja Dís, Henný og Dóra.
Baldur Rafn og Sigrún taka við verðlaunum label.m. Með þeim á myndinni er Paul Bulman, forstjóri label.m, Magdalena Siwiec og Sacha Mascolo-Turbuck, listrænn stjórnandi label.m.mynd/einkasafn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×