Eldar sex kalkúna fyrir þakkargjörðarhátíðina Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2014 20:00 Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Guy Fieri er þekktur fyrir að vera bráðskemmtilegur og hress kokkur en hann ætlar að bjóða sextíu manns í mat á þakkargjörðarhátíðinni á morgun. Það dugar ekkert minna en sex kalkúnar ofan í þennan mannskap en eins og Guy segir í samtali við Rolling Stone þá eldar hann kalkúnana ekki alla eins. „Einn af bestu fuglum sem ég hef smakkað er kallaður Turducken. Kjúklingur inni í önd sem er inni í kalkún. Ég elska hann. Ég hef matreitt hann nokkrum sinnum. Í ár ætla ég að troða svínalund inní beinlausan kalkún. Þannig að ég er með kalkún hér, ég úrbeina hann og matreiði hann með sósu, fennikku, salvíu, hvítlauk og rauðum chili-flögum. Síðan rúlla ég honum upp, set snæri um hann og steiki hann allan. Það ætti að verða athyglisvert. Ég kalla þennan fugl Turketta,“ segir Guy.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira