Lífið

Leikur drykkjusjúkan lögreglustjóra

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Rachel McAdams
Rachel McAdams vísir/getty
Leikkonan Rachel McAdams leikur aðalkvenhlutverkið í annarri seríu af True Detective. Sögusagnir þess efnis höfðu verið uppi í dágóðan tíma en í dag staðfesti sjónvarpsstöðin HBO það á Twitter.

Leikararnir Colin Farrell, Vince Vaughn og Taylor Kitsch eru allir búnir að næla sér í hlutverk í seríunni sem verður tekin upp í Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá HBO leikur Rachel lögreglustjórann Ani Bezzeridesis. Ani á við drykkju- og fjárhættuspilavandamál að stríða og tileinkar sér siðareglur sem eru í bága við kerfið sem hún vinnur innan.

Fyrsta sería af True Detective sló rækilega í gegn en aðalhlutverkin í henni voru í höndum Matthew McConaughey og Woody Harrelson. Þá fór íslenski leikarinn Ólafur Darri með aukahlutverk í seríunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.