Heimsmet í klaufaskap Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 09:27 Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Vart hafa sést verri aðfarir við að leggja bíl en hér. Alla jafna er auðvelt að leggja svo litlum bíl sem Fiat 500 er, en þröngar götur í þessari ítölsku borg eru þessum ökumanni ofviða. Í næstum 5 mínútur reynir hann að snúa bíl sínum á götunni, en ómögulegt er að finna út til hvers. Það alskemmtilegasta er að á meðan þessu stendur þyrpist að mikið af fólki, á bílum, mótorhjólum og gangandi og úr verður ótrúleg súpa af reiðu fólki. Það kemst ekki leiðar sinnar þar sem ökumaðurinn snarstíflar götuna í fíflagangi sínum. Eftir því sem ökumaðurinn snýr bíl sínum meira verður hann verr settur á götunni og er það ekki til að skemmta því fólki sem að drífur. Á endanum eru saman komin á annað hundrað manns í teppunni, meðal annars gangandi líkfylgd. Er þetta á að horfa líkt og í kvikmynd eftir Fellini.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent