Microsoft og Sony neita því að upplýsingum hafi verið stolið Bjarki Ármannsson skrifar 24. nóvember 2014 21:03 Sony neitar því að leyninlegum upplýsingum Xbox-notenda hafi verið stolið. Vísir/AP Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu. Leikjavísir Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Bæði Sony og Microsoft hafa nú neitað því að persónuupplýsingum notenda leikjaþjónustu þeirra hafi verið stolið og lekið á netið. Meðlimir nethópsins DerpTrolling héldu því fram á fimmtudag að þeir hefðu með tölvuhakki komist yfir póstföng og lykilorð rúmlega 3,500 notenda Xbox Live og PlayStation Network.Vefurinn Gamespot greinir frá. Sony, sem á PlayStation, sendi frá sér tilkynningu á sunnudaginn þar sem þvertekið var fyrir það að upplýsingunum hefði verið stolið. Microsoft, sem á Xbox, gerði slíkt hið sama í dag. Fyrirtækin segjast hafa rannsakað málið samstundis og komist að þeirri niðurstöðu að ekkert sé til í fullyrðingum DerpTrolling. Hópurinn sagðist einnig hafa komist yfir leynilegar upplýsingar notenda 2K Games, sem hafa ekki sent frá sér tilkynningu um málið. DerpTrolling hefur verið hent út af Twitter, þar sem þeir gortuðu sig af hakkinu.
Leikjavísir Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira