EVE myndband fer eins og eldur í sinu um internetið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2014 15:02 EVE heimurinn er gríðarlega stór. Mynd/CCP Tölvuleikjafyrirtækið CCP birti nýverið heimasíðuna eve101.com, þar sem nýjum leikmönnum er gert auðveldara að læra á innviði EVE Online leiksins. Þar eru birt kennslumyndbönd og leiðbeiningar frá því hvernig stýra á skipum í leiknum og hvernig skipin sjálf virka. Þar að auki birti fyrirtækið myndbandið: This is EVE. sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Þar eru raunverulega samtöl leikmanna sett saman við myndbönd úr leiknum. „Við höfum gefið út myndbönd úr og tengd EVE Online í um áratug, en aldrei séð viðbrögð sem þessi,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er Gary Whitta, en sá er að skrifa nýjustu mynd Star Wars seríunnar. Hann segir þetta vera bestu auglýsingu sem hann hefur séð.This is one of the best advertisements for anything that I've ever seen. https://t.co/eTp09mRAVD— Gary Whitta (@garywhitta) November 22, 2014 Á um 24 tímum hafa rúmlega milljón manns séð myndbandið og jákvæðar umfjallanir fjölmiðla og áhrifamanna í þessum geira hrúgast inn. Þegar hafa miðlar eins PC Gamer, RPS og Gameinformer fjallað um myndbandið. „Í kjölfar þeirra fyrirspurna sem við höfum fengið í morgun er ljóst að við eigum eftir að sjá frekari umfjallanir eftir því sem líður á vikuna, og að útbreyðsla þess á netinu er rétt að byrja,“ segir Eldar. „Það er jákvætt að sjá góð viðbrögð spilara leiksins við myndbandinu haldast í hendur við þær breytingar sem við höfum verið að gera á þróun leiksins undanfarna mánuði.” Myndbandið var frumsýnt á EVE Down under ráðstefnu EVE Online spilara í Ástralíu um helgina. Töluverðar breytingar hafa átt sér í þróun EVE Online undanfarna mánuði. Í takt við það sem CCP boðaði á EVE Fanfest ráðstefnunni í Reykjavík fyrr í ár gefur fyrirtækið nú út viðbætur við leikinn á 6 vikna fresti, í stað um 6 mánaða áður. Þetta gefur fyrirtækinu kost á að gera örari breytingar á leiknum, í takt við framvindu hans og í kjölfar viðbragða spilara leiksins. Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Tölvuleikjafyrirtækið CCP birti nýverið heimasíðuna eve101.com, þar sem nýjum leikmönnum er gert auðveldara að læra á innviði EVE Online leiksins. Þar eru birt kennslumyndbönd og leiðbeiningar frá því hvernig stýra á skipum í leiknum og hvernig skipin sjálf virka. Þar að auki birti fyrirtækið myndbandið: This is EVE. sem hefur farið eins og eldur í sinu um internetið. Þar eru raunverulega samtöl leikmanna sett saman við myndbönd úr leiknum. „Við höfum gefið út myndbönd úr og tengd EVE Online í um áratug, en aldrei séð viðbrögð sem þessi,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsingafulltrúi CCP. Meðal þeirra sem hafa vakið athygli á myndbandinu er Gary Whitta, en sá er að skrifa nýjustu mynd Star Wars seríunnar. Hann segir þetta vera bestu auglýsingu sem hann hefur séð.This is one of the best advertisements for anything that I've ever seen. https://t.co/eTp09mRAVD— Gary Whitta (@garywhitta) November 22, 2014 Á um 24 tímum hafa rúmlega milljón manns séð myndbandið og jákvæðar umfjallanir fjölmiðla og áhrifamanna í þessum geira hrúgast inn. Þegar hafa miðlar eins PC Gamer, RPS og Gameinformer fjallað um myndbandið. „Í kjölfar þeirra fyrirspurna sem við höfum fengið í morgun er ljóst að við eigum eftir að sjá frekari umfjallanir eftir því sem líður á vikuna, og að útbreyðsla þess á netinu er rétt að byrja,“ segir Eldar. „Það er jákvætt að sjá góð viðbrögð spilara leiksins við myndbandinu haldast í hendur við þær breytingar sem við höfum verið að gera á þróun leiksins undanfarna mánuði.” Myndbandið var frumsýnt á EVE Down under ráðstefnu EVE Online spilara í Ástralíu um helgina. Töluverðar breytingar hafa átt sér í þróun EVE Online undanfarna mánuði. Í takt við það sem CCP boðaði á EVE Fanfest ráðstefnunni í Reykjavík fyrr í ár gefur fyrirtækið nú út viðbætur við leikinn á 6 vikna fresti, í stað um 6 mánaða áður. Þetta gefur fyrirtækinu kost á að gera örari breytingar á leiknum, í takt við framvindu hans og í kjölfar viðbragða spilara leiksins.
Leikjavísir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira