Tuttugu milljón króna sportbíll í árekstri í Áslandshverfinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. nóvember 2014 14:05 Hér má sjá myndir af bílnum fyrir og eftir árekstur. „Ég keyrði í hálkublett og afturendinn á bílnum endaði á öðrum bíl,“ segir Örvar Sigurðsson, eigandi bíls af tegundinni Chevrolet Camaro ZL1, 580 hestafla tryllitæki sem er sjaldgæf sjón á götum hér á landi. Örvar lenti í óhappi í gærkvöldi á Áslandsbraut í Hafnarfirði. „Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið. Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki. Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.Hér er mynd af bílnum áður en hann lenti í árekstrinum.Mynd/Birkir IndriðasonHér má sjá bílinn eftir áreksturinn.Vísir/Andri Jónsson Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
„Ég keyrði í hálkublett og afturendinn á bílnum endaði á öðrum bíl,“ segir Örvar Sigurðsson, eigandi bíls af tegundinni Chevrolet Camaro ZL1, 580 hestafla tryllitæki sem er sjaldgæf sjón á götum hér á landi. Örvar lenti í óhappi í gærkvöldi á Áslandsbraut í Hafnarfirði. „Þetta lítur aðeins verr út en þetta var í raun og veru. Það þarf að skipta um felgu og stuðara, þá ætti hann að verða nokkuð góður aftur,“ segir Örvar um bílinn og reiknar með því að hann verði aftur orðinn ökufær eftir tvær til þrjár vikur. „Þetta er alveg hundleiðinlegt,“ segir Örvar þó, svekktur með slysið. Sambærilegur bíll kostar tæplega áttatíu þúsund dali í Bandaríkjunum. Hingað heim má reikna með því að að bíllinn kosti yfir tuttugu milljónir króna, þegar tollar og vörugjöld hafi verið greidd af bílnum. Bíll Örvars er ennþá skráður í Bandaríkjunum og er með númeraplötur frá Florida-fylki. Hér að neðan má sjá umfjöllun um bílinn í bandarískum fjölmiðlum.Hér er mynd af bílnum áður en hann lenti í árekstrinum.Mynd/Birkir IndriðasonHér má sjá bílinn eftir áreksturinn.Vísir/Andri Jónsson
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent