Draumur Pippu um Íslandsför rætist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:46 Pippa og fjölskylda koma til Íslands á morgun. Mynd/Facebook-síða Pippu Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014 Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira
Draumur Pippu, sjö ára gamallar stúlku frá Bandaríkjunum, um að koma til Íslands rætist á morgun þegar að hún og fjölskylda hennar koma til landsins. Frá þessu er greint á Twitter-og Facebook-síðu Pippu.Greint var frá söfnun Pippu í september síðastliðnum sem fór fram á síðunni Go Fund Me. Markmiðið var að safna 25 þúsundum bandarískra dala eða jafnvirði um þriggja milljóna íslenskra króna. Pippa glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól en Sigur Rós er uppáhaldshljómsveitin hennar. Hljómsveitin gaf einmitt 600.000 krónur í söfnun Pippu fyrir Íslandsferðinni. Pippa og fjölskylda sáu Sigur Rós á tónleikum í Kansasborg vorið 2013. Fjölskyldan hafði áhyggjur af því að hávaðinn og blikkandi ljós gætu orðið til þess að Pippa fengi flogakast. Hins vegar reyndist aukinn hávaði og ljósasýning einfaldlega stækka brosið á andliti Pippu. „Hún hló og baðaði út höndunum líkt og hún væri stjórnandi hljómsveitarinnar,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni Go Fund Me. Geisladiskur með Jónsa, söngvara Sigur Rósar, er spilaður á hverjum degi þegar Pippa heldur í skólann.Sigur Rós er uppáhaldshljómsveit Pippu.Vísir/GettyFjölskylda Pippu segist þó ekki hafa áttað sig fullkomlega á því hversu mikla unun stúlkan hafði af tónlist fyrr en hún fór í skurðaðgerð á mjöðm í mars síðastliðnum. Hún fann fyrir miklum sársauka og gat ekki gert annað en legið fyrir í marga daga. „Einn daginn skellti móðir hennar DVD-disknum Heima með Sigur Rós í tækið þar sem hljómsveitin spilar um land allt ásamt því að segja sögur. Eins ótrúlegt og það er var þetta í fyrsta skipti sem Pippa felldi ekki tár í tvær klukkustundir,“ sagði í texta á söfnunarsíðunni. Fullyrt er að diskurinn hafi hjálpað henni afar mikið í endurhæfingunni.The magic of kindness! Your extra donations made this possible! And there is more! http://t.co/ehYA99XWAZ #WISH #LOVE pic.twitter.com/mdyma7VLJ9— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 4, 2014 @IcelandMag Perfect! Pippa and her family land in Iceland on Saturday! #ICELAND #NORTHERNLIGHTS #WISH #GoPippaGo #PippasWish— Pippa's Wish (@pippathefierce) November 19, 2014
Tengdar fréttir Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00 Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sjá meira
Hársbreidd frá draumi sínum um Íslandsheimsókn Sigur Rós gaf 600 þúsund krónur í söfnun fyrir hina sjö ára gömlu Pippu sem glímir við afar sjaldgæfa tegund flogaveiki og er bundin við hjólastól. 28. september 2014 11:00