Vettel inn og Alonso út hjá Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2014 16:20 Vettel og Alonso á góðri stundu. Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent
Miklar sviptingar hafa verið hjá Formúlu 1 liðunum á síðustu mánuðum en nú er púsluspilið ef til vill að klárast. Ferrari hefur nú tilkynnt að Sebastian Vettel muni aka fyrir liðið á næsta keppnistímabili og í staðinn fari Fernando Alonso frá liðinu. Þetta eru ekki svo litlar fréttir en báðir ökumennirnir eru margfaldir heimsmeistarar í Formúlu 1 og hafa leitt sín lið í áratug. Vettel hefur orðið fjórum sinnum heimsmeistari og Alonso tvisvar. Vettel mun aka við hlið Kimi Raikkonen í Ferrari liðinu. Þessi frétt frá Ferrari slær á þær getgátur að Formúlu 1 liðin muni tefla fram þremur bílum hvert, en sá orðrómur hefur heyrst að undanförnu.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent