James Franco æfur yfir framhaldi Spring Breakers 15. maí 2014 17:30 Harmony Korine og James Franco Vísir/Getty Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa. Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa.
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Fleiri fréttir Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira