Jordan Spieth sigraði örugglega á Hero World Challenge 7. desember 2014 23:53 Jordan Spieth var vel að sigrinum kominn. AP Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii. Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Jordan Spieth sigraði á Hero World Challege með yfirburðum nú í kvöld en þessi ungi Bandaríkjamaður lék hringina fjóra á Isleworth vellinum á 26 höggum undir pari. Spieth sýndi fádæma yfirburði í móti þar sem aðeins 18 stigahæstu kylfingar heims höfðu þátttökurétt en í öðru sæti, heilum tíu höggum á eftir Spieth, kom Henrik Stenson á 16 höggum undir pari. Þetta er annað mótið á tveimur vikum sem Spieth sigrar í en hann lék best allra á Opna ástralska meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi. Fyrir sigrana tvo hefur hann halað inn rúmlega 250 milljónum í verðlaunafé sem verður að teljast ágæt desemberuppbót fyrir 21 árs strák sem fyrir nákvæmlega tveimur árum gerðist atvinnumaður í golfi.Tiger Woods lék lokahringinn í endurkomu sinni á 72 höggum eða pari en hann sýndi ágæta takta á köflum um helgina þrátt fyrir að vera með leiðinda flensu. Þá var eflaust mikilvægt fyrir Woods að hafa ekki fundið fyrir neinum meiðslum í bakinu en fyrir utan mörg slæm mistök í stutta spilinu þá virtist hann í góðu formi. PGA-mótaröðin fer í jólafrí núna en um miðjan janúar hefst regluleg dagskrá á ný með móti meistarana á Hawaii.
Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira