Útstilling Geysis best skreytti glugginn Bjarki Ármannsson skrifar 5. desember 2014 23:00 Aðalsteinn Árnason, formaður miðbæjarsamtakanna á Akureyri, og Eiríkur Björn veita Björgu verðlaunin í dag. Mynd/Akureyrarbær Útstillingar í versluninni Geysi á Akureyri hlutu nafnbótina „Best skreytti glugginn í miðbæ Akureyrar“ fyrr í dag. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, afhenti Björgu Mörtu Gunnarsdóttur, verslunarstjóra Geysis á Akureyri, verðlaun af því tilefni. Í fréttatilkynningu er „einfaldleiki skreytingarinnar, frumleg hönnun og skemmtilega myndræn framsetning,“ sögð hafa heillað dómnefndina. Hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir á heiðurinn af gluggaskreytingum Geysis í ár. Svokallað aðventuævintýri stendur nú yfir í miðbæ Akureyrar. Á morgun verður leikin tónlist í göngugötunni og gamlar jóla- og vetrarmyndir úr miðbænum frá Minjasafninu á Akureyri verða sýndar á húsvegg verslunarinnar Eymundsson. Jólafréttir Mest lesið Jólaguðspjallið Jól Guð á afmæli á jólunum Jól Jólasaga Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Elíza: Ilmurinn af greni og smákökum jólalegur Jólin Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Daufblindir fá styrk Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Viðheldur týndri hefð Jól Ljós dempuð í kirkjunni Jól
Útstillingar í versluninni Geysi á Akureyri hlutu nafnbótina „Best skreytti glugginn í miðbæ Akureyrar“ fyrr í dag. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar, afhenti Björgu Mörtu Gunnarsdóttur, verslunarstjóra Geysis á Akureyri, verðlaun af því tilefni. Í fréttatilkynningu er „einfaldleiki skreytingarinnar, frumleg hönnun og skemmtilega myndræn framsetning,“ sögð hafa heillað dómnefndina. Hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir á heiðurinn af gluggaskreytingum Geysis í ár. Svokallað aðventuævintýri stendur nú yfir í miðbæ Akureyrar. Á morgun verður leikin tónlist í göngugötunni og gamlar jóla- og vetrarmyndir úr miðbænum frá Minjasafninu á Akureyri verða sýndar á húsvegg verslunarinnar Eymundsson.
Jólafréttir Mest lesið Jólaguðspjallið Jól Guð á afmæli á jólunum Jól Jólasaga Jól Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Elíza: Ilmurinn af greni og smákökum jólalegur Jólin Spennufíkill korter fyrir jól Jólin Daufblindir fá styrk Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Viðheldur týndri hefð Jól Ljós dempuð í kirkjunni Jól