Fyrr í dag lést Doris Rowland, móðir Kelly Rowland, æskuvinkonu og samstarfskonu Beyoncé, og telja aðdáendur söngkonunnar víst að Beyoncé hafi tekið myndina til að heiðra minningu hennar.
Parið hefur skoðað sig um á Íslandi í gær og í dag en Vísir greindi frá heimsókn þeirra í Bláa lónið í gær og skoðunarferð þeirra að Skógarfossi. Samkvæmt heimildum gista þau í lúxussumarhúsi í Biskupstungum sem gengur undir nafninu The Trophy Lodge.
Talið er að tónlistarfólkið hafi komið hingað til lands á mánudagskvöld með einkaþotu frá Teterboro-flugvellinum í New York.
Veistu eitthvað skemmtilegt um heimsókn Beyoncé og Jay Z? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is