Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að stórstjörnurnar Beyoncé og Jay Z eru nú á Íslandi og dvelja í góðu yfirlæti í lúxussumarbústað í Úthlíð í Biskupstungum.
Fyrir tæpum mánuði var því slegið upp í erlendum miðlum að hjónakornin vilji gjarnan að næsta barn sitt verði getið í Evrópu. Þar var reyndar sérstaklega talað um Frakkland og að parið langi til að setjast þar að til lengri tíma en dóttir þeirra, Blue Ivy, var einmitt getin í París.
Í þessu samhengi er vert að minnast á norðurljósin en samkvæmt hjátrú Japana og Kínverja á getnaður að vera líklegri undir bjarma þeirra. Sumir trúa því jafnvel að hamingja og gæfi fylgi sérstaklega þeim börnum sem getin eru með fögur norðurljós á himni.
Það er því spurning hvort að Beyoncé og Jay Z hafi heyrt af þessari hjátrú og að söngkonan fari ólétt frá Íslandi...
