Hveitilaus súkkulaðikaka
200 g smjör
200 g súkkulaði
160 g sykur
255 g möndlumjöl
4 stór egg
smá salt
flórsykur til að skreyta með
Smyrjið hringlaga form. Hitið ofninn í 190°C. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Leyfið blöndunni að kólna aðeins. Hrærið eggjahvíturnar með 1 msk af sykri þar til þær eru stífar. Hærið síðan eggjarauðurnar saman við restina af sykrinum. Bætið saltinu saman við, síðan súkkulaðiblöndunni og loks möndlumjölinu. Blandið eggjahvítublöndunni varlega saman við. Bakið í um 35 mínútur og skreytið með flórsykri.
Fengið hér.
Hveitilaus súkkulaðikaka - UPPSKRIFT
