Beyoncé gaf engar eiginhandaráritanir en var mjög almennileg Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 11:13 Jay Z og Beyoncé. vísir/getty Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“ Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“
Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43
Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14
Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44
Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45