Hingað og ekki lengra Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 13:43 Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt. Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent
Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt.
Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent