Sport

Helga Margrét náði sínum besta árangri í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Vilhjálmsdóttir.
Helga Margrét Vilhjálmsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands
Helga Margrét Vilhjálmsdóttir og Einar Kristinn Kristinsson náðu flottum árangri á svigmóti í Bydalsfjaellen í Svíþjóð en þau náðu bæði sjötta sæti á mótinu.

Helga Margrét náði þarna sínum besta árangri það sem af er vetrar en Helga María varð í 6. sæti og aðeins 1,53 sekúndum frá sigurvegara mótsins sem var heimasætan Lisa Hiltula. Helga Margrét fékk fyrir þetta 41,23 FIS-punkta. 

Stöllurnar Erla Ásgeirsdóttir og Freydís Halla Einarsdóttir urðu síðan í 21. og 22. sæti, rúmum fjórum sekúndum á eftir sigurvegaranum.

Hjá körlunum stóð Einar Kristinn sig með prýði og endaði í 6. sæti, aðeins 1,40 sekúndum á eftir sigurvegaranum sem var heimamaðurinn Isak Klein.

Einar skíðaði vel í báðum ferðum í dag, sérstaklega síðari ferðinni. Magnús Finnsson náði ekki að klára fyrstu ferð.

Annað svigmót er á dagskrá á sama stað á morgun. Það er jafnframt síðasta mótið sem landsliðið tekur þátt í á þessu ári en þau eru á leiðinni heim í jólafrí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×