Lífið

Stelpurnar burstuðu strákana

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau Jóhanna Guðrún, Eyþór Ingi, Ragnheiður Gröndal, Stefán Hilmarsson, Gissur Páll Gissurarson og Brynhildur Oddsdóttir voru til í slaginn.
Þau Jóhanna Guðrún, Eyþór Ingi, Ragnheiður Gröndal, Stefán Hilmarsson, Gissur Páll Gissurarson og Brynhildur Oddsdóttir voru til í slaginn. mynd/skjáskot
Skorað var á þekkta söngvara og söngkonur til að keppa í leiknum Kringlujól sem gengur út á pakkasöfnun Kringlunnar í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands.

Þau Jóhanna Guðrún, Eyþór Ingi, Ragnheiður Gröndal, Stefán Hilmarsson, Gissur Páll Gissurarson og Brynhildur Oddsdóttir voru til í slaginn og kepptu í snjallsímum sínum í leiknum til að styrkja þetta góða málefni. Stelpurnar höfðu betur eftir æsispennandi keppni við strákanna.

Brynhildur, söngkona Bee Bee and the Bluebirds, var stigahæst þeirra en Stebbi Hilmars var í vandræðum.

Leikurinn gengur út á að leikmenn safna stigum í sameiginlegan pott og eftir því sem stigafjöldi eykst, bætast við pakkar í pakkasöfnunina sem fyrirtæki í Kringlunni gefa og verða lagðar undir jólatré verslunarmiðstöðvarinnar.

Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands sjá um að útdeila pökkunum sem munu án nokkurs vafa gleðja marga á aðfangadagskvöld. Nú er bara að spila og spila með góða samvisku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.