Viðskipti innlent

Björn Ingi nýr stjórnarformaður DV

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björn Ingi Hrafnsson, nýr stjórnarformaður DV ehf.
Björn Ingi Hrafnsson, nýr stjórnarformaður DV ehf. Vísir/GVA/Ernir
Björn Ingi Hrafnsson, sem fer fyrir kaupendum DV, var kosinn nýr stjórnarformaður útgáfufélags DV og DV.is á hluthafafundi í dag. Aðrir sem kosnir voru í stjórnina eru Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri Vefpressunnar, og lögmaðurinn Sigurvin Ólafsson. Varamaður í stjórn er Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga.  Kjarninn greinir frá.

Í síðustu viku veitti Samkeppniseftirlitið eigendum Pressunnar leyfi til að hefja undirbúning á yfirtöku á DV ehf. Samruninn hefur enn ekki verið samþykktur en fyrirtækin geta nú byrjað að samþætta verklag og þjónustu, meðal annars auglýsingasölu.


Tengdar fréttir

Björn Ingi kaupir DV

Reiknað er með að gengið verði frá kaupunum í dag eftir nokkurra vikna viðræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×