Þetta eru bestu Mackintosh-molarnir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. desember 2014 10:45 Lífið á Vísi leitaði til valinkunnra álitsgjafa til að velta upp þeirri spurningu hvaða moli í Quality Street-dósinni, sem við Íslendingar höfum lengi kallað Mackintosh, væri bestur. Margir hafa reynt að komast til botns í þessu máli og myndast oft eldheitar umræður á kaffistofum landsins um hvaða moli beri af. Kosning Vísis var hnífjöfn en að lokum var það dúnmjúki, bleiki molinn sem stóð uppi sem sigurvegari. Fast á hæla hans fylgdi fjólublái molinn og í þriðja sæti var sá græni. Nokkrir molar komust ekki á blað, til dæmis sá appelsínuguli.1. sæti:Bleiki molinn (Vanilla Fudge) „Lungnamjúkur og ljúffengur.“ „Hann er ekki bara mjög bragðgóður heldur einnig mjúkur.“ „Þeir eru mjúkir að innan. Veit ekki alveg nákvæmlega innihaldslýsinguna á fyllingunni, en það er eitthvað gott. Pínu skrýtið, en samt gott. Svo er þetta þægilega mjúkt og gott undir tönn. Ekki of mjúkt og ekki of hart.“ „Bleiki molinn með mjúku fyllingunni er minn uppáhalds. Hefði hugsanlega kosið hringlótta karamellu molann en hann festist leiðinlega í tönnunum og maður fær meira ógeð af honum!“ „Minnir mig helst á trufflur (sem ég elska), mjúkur í munni, núggat, bráðnar uppí þér með kaffibollanum og einfaldlega besta bragðið!“ „Ég get ekki lýst þeirri örvæntingu sem fyllir mitt hjarta þegar ég gramsa í Mackintosh-skálunum í jólaboðunum og bleiku molarnir eru búnir! Þeir klárast alltaf fyrst! Það sannar að þeir eru bestir!“2. sæti:Fjólublái molinn (The Purple Toffee) „Þegar Machintosh dósin opnast í jólamánuðnum stekk ég til og ræðst á hana til þess að tryggja að ég fái fjólubláa molann, sem er í raun eini virkilega góði molinn í annars klassískri blöndu. Þessi moli er eflaust ekki allra, enda þarf að borða hann í heilu lagi til þess að njóti sín, í einum munnbita. Þegar maður bítur saman finnur maður harða súkkulaðiskelina brotna í munni manns og mjúk karamellan flæðir út og baðar bragðlaukana þessu unaðslega bragði rétt áður en maður bítur í harða hnetuna sem er í fullkomnu mótvægi við sætuna sem maður rétt áður bragðaði á. Það er um það bil 30 sekúndna ferli að kjammsa síðan á þessari himnasælu og því ekki vinsælt að japla á þessum molum í miðjum samræðum. Þetta er moli til að njóta, moli til að taka á móti jólunum, þessi moli er hinn eini sanni Machintosh moli!“ „Það er eitthvað við þessa hnetu í miðjunni, hvernig hún syndir um í mjúkri karamellunni umvafin súkkulaði. Hann ögrar, gælir jafnvel, við skilningsvitin. Svo er alls ekki sama hvernig þú bítur í hann. Ó, nei. Þetta er moli hins hugsandi sælgætisgríss.“ „Þegar ég var barn hélt ég mest upp á græna þríhyrninginn, gula karamellufingurinn og gula karamellupeninginn. Eftir að ég komst til vits og ára fór fjólublái molinn í fyrsta sætið enda fátt betra en fljótandi karamella með súkkulaði og hnetu. Ég fæ mér síðan gömlu uppáhalds molana þegar þeir fjólubláu eru búnir.“ „Karamellufylling, hnetur og súkkulaði gerir molann svo ljúffengan með rjúkandi heitum kaffibolla.“ „Það er eitthvað við þessa mjúku mola - fljótandi karamellan, lítil hnetulús inní molanum, umvafin rjómasúkkúlaði.. getur ekki klikkað.“3. sæti:Græni þríhyrningurinn (Traingular Toffee) „Ég elska hreint súkkulaði.“ „Pýþagoras hefði pottþétt elskað þennan. Blandan í þríhyrningnum er einfaldlega best. Þessir molar eru fljótir að hverfa úr Mackintosh-dollunni á mínu heimili.“4. sæti:Brúni molinn (Toffee Deluxe) „Súkkulaði utanum súkkulaði karamellu. Blanda sem getur ekki klikkað en ekkert til sem heitir of mikið súkkulaði.“ „Var alltaf mest fyrir þessa sem voru bara karamella, í gyltu umbúðunum, en svo tók þessi völdin þar sem hann er double pleasure, súkkulaði og karamella.“5.-8. sæti:Rauði molinn (Toffee Surprise) „Hann er lang ferskastur og því hægt að borða miklu meira af honum í einu. Frá því ég var barn hef ég slegist um þá mola og er dökka súkkulaðið í bland við mjúka hvíta jarðaberjagumsið fullkomlega gómsætt.“5.-8. sæti:Guli, hringlaga molinn (Toffee Penny) „Það jafnast ekkert á við þennan!“5.-8. sæti:Langi, guli molinn (Toffee Finger) „Þessi langi gullitaði með hörðu karamellunni. Stundum held ég að það sé bara vegna þess að ég og bróðir minn kepptumst um að ná þessum molum í gamla daga og þetta er bara fast í kerfinu minu að teygja mig eftir þessum molum. Þeir hafa sem sagt verið uppáhalds frá því að ég man eftir mér og það er ekkert hægt að breyta því. Það er jólahefð, sama hvernig smekkur minn breytist.“5.-8. sæti:Blái molinn (Coconut Éclair) „Bara af því að ég elska allt svona kókós.“Álitsgjafar:Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leikkona og frumkvöðull, Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður, Andrea Ösp Karlsdóttir, leikkona, María Magdalena, glerlistakona, Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari, Anna Brynja Baldursdóttir, leikkona og blaðakona, Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í leyfi til að sinna ástinni, Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur, Anna Hafþórsdóttir, leikkona, Erla Hlynsdóttir, blaðakona, Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðja Collection, Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, Guðmundur Hólmar Helgason handboltamaður og laganemi, Unnur Pálmarsdóttir, einkaþjálfari, Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona, Guðmundur Ragnar Einarsson, almenn afgreiðsla hjá Lúllabúð, Ragnar Liljuson, lífskúnstner. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið
Lífið á Vísi leitaði til valinkunnra álitsgjafa til að velta upp þeirri spurningu hvaða moli í Quality Street-dósinni, sem við Íslendingar höfum lengi kallað Mackintosh, væri bestur. Margir hafa reynt að komast til botns í þessu máli og myndast oft eldheitar umræður á kaffistofum landsins um hvaða moli beri af. Kosning Vísis var hnífjöfn en að lokum var það dúnmjúki, bleiki molinn sem stóð uppi sem sigurvegari. Fast á hæla hans fylgdi fjólublái molinn og í þriðja sæti var sá græni. Nokkrir molar komust ekki á blað, til dæmis sá appelsínuguli.1. sæti:Bleiki molinn (Vanilla Fudge) „Lungnamjúkur og ljúffengur.“ „Hann er ekki bara mjög bragðgóður heldur einnig mjúkur.“ „Þeir eru mjúkir að innan. Veit ekki alveg nákvæmlega innihaldslýsinguna á fyllingunni, en það er eitthvað gott. Pínu skrýtið, en samt gott. Svo er þetta þægilega mjúkt og gott undir tönn. Ekki of mjúkt og ekki of hart.“ „Bleiki molinn með mjúku fyllingunni er minn uppáhalds. Hefði hugsanlega kosið hringlótta karamellu molann en hann festist leiðinlega í tönnunum og maður fær meira ógeð af honum!“ „Minnir mig helst á trufflur (sem ég elska), mjúkur í munni, núggat, bráðnar uppí þér með kaffibollanum og einfaldlega besta bragðið!“ „Ég get ekki lýst þeirri örvæntingu sem fyllir mitt hjarta þegar ég gramsa í Mackintosh-skálunum í jólaboðunum og bleiku molarnir eru búnir! Þeir klárast alltaf fyrst! Það sannar að þeir eru bestir!“2. sæti:Fjólublái molinn (The Purple Toffee) „Þegar Machintosh dósin opnast í jólamánuðnum stekk ég til og ræðst á hana til þess að tryggja að ég fái fjólubláa molann, sem er í raun eini virkilega góði molinn í annars klassískri blöndu. Þessi moli er eflaust ekki allra, enda þarf að borða hann í heilu lagi til þess að njóti sín, í einum munnbita. Þegar maður bítur saman finnur maður harða súkkulaðiskelina brotna í munni manns og mjúk karamellan flæðir út og baðar bragðlaukana þessu unaðslega bragði rétt áður en maður bítur í harða hnetuna sem er í fullkomnu mótvægi við sætuna sem maður rétt áður bragðaði á. Það er um það bil 30 sekúndna ferli að kjammsa síðan á þessari himnasælu og því ekki vinsælt að japla á þessum molum í miðjum samræðum. Þetta er moli til að njóta, moli til að taka á móti jólunum, þessi moli er hinn eini sanni Machintosh moli!“ „Það er eitthvað við þessa hnetu í miðjunni, hvernig hún syndir um í mjúkri karamellunni umvafin súkkulaði. Hann ögrar, gælir jafnvel, við skilningsvitin. Svo er alls ekki sama hvernig þú bítur í hann. Ó, nei. Þetta er moli hins hugsandi sælgætisgríss.“ „Þegar ég var barn hélt ég mest upp á græna þríhyrninginn, gula karamellufingurinn og gula karamellupeninginn. Eftir að ég komst til vits og ára fór fjólublái molinn í fyrsta sætið enda fátt betra en fljótandi karamella með súkkulaði og hnetu. Ég fæ mér síðan gömlu uppáhalds molana þegar þeir fjólubláu eru búnir.“ „Karamellufylling, hnetur og súkkulaði gerir molann svo ljúffengan með rjúkandi heitum kaffibolla.“ „Það er eitthvað við þessa mjúku mola - fljótandi karamellan, lítil hnetulús inní molanum, umvafin rjómasúkkúlaði.. getur ekki klikkað.“3. sæti:Græni þríhyrningurinn (Traingular Toffee) „Ég elska hreint súkkulaði.“ „Pýþagoras hefði pottþétt elskað þennan. Blandan í þríhyrningnum er einfaldlega best. Þessir molar eru fljótir að hverfa úr Mackintosh-dollunni á mínu heimili.“4. sæti:Brúni molinn (Toffee Deluxe) „Súkkulaði utanum súkkulaði karamellu. Blanda sem getur ekki klikkað en ekkert til sem heitir of mikið súkkulaði.“ „Var alltaf mest fyrir þessa sem voru bara karamella, í gyltu umbúðunum, en svo tók þessi völdin þar sem hann er double pleasure, súkkulaði og karamella.“5.-8. sæti:Rauði molinn (Toffee Surprise) „Hann er lang ferskastur og því hægt að borða miklu meira af honum í einu. Frá því ég var barn hef ég slegist um þá mola og er dökka súkkulaðið í bland við mjúka hvíta jarðaberjagumsið fullkomlega gómsætt.“5.-8. sæti:Guli, hringlaga molinn (Toffee Penny) „Það jafnast ekkert á við þennan!“5.-8. sæti:Langi, guli molinn (Toffee Finger) „Þessi langi gullitaði með hörðu karamellunni. Stundum held ég að það sé bara vegna þess að ég og bróðir minn kepptumst um að ná þessum molum í gamla daga og þetta er bara fast í kerfinu minu að teygja mig eftir þessum molum. Þeir hafa sem sagt verið uppáhalds frá því að ég man eftir mér og það er ekkert hægt að breyta því. Það er jólahefð, sama hvernig smekkur minn breytist.“5.-8. sæti:Blái molinn (Coconut Éclair) „Bara af því að ég elska allt svona kókós.“Álitsgjafar:Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour, Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leikkona og frumkvöðull, Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður, Andrea Ösp Karlsdóttir, leikkona, María Magdalena, glerlistakona, Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari, Anna Brynja Baldursdóttir, leikkona og blaðakona, Sigurður Mikael Jónsson, blaðamaður, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í leyfi til að sinna ástinni, Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur, Anna Hafþórsdóttir, leikkona, Erla Hlynsdóttir, blaðakona, Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hjá Gyðja Collection, Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net, Guðmundur Hólmar Helgason handboltamaður og laganemi, Unnur Pálmarsdóttir, einkaþjálfari, Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona, Guðmundur Ragnar Einarsson, almenn afgreiðsla hjá Lúllabúð, Ragnar Liljuson, lífskúnstner.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið