Lífið

„Menn sem nauðga mikið eru ekki svalir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Judd til vinstri, Cosby til hægri.
Judd til vinstri, Cosby til hægri.
Judd Apatow, framleiðandi sjónvarpsþáttanna Girls, hefur vakið mikinn usla á Twitter eftir að hann velti fyrir sér hvort ætti að leyfa grínistanum Bill Cosby að troða upp í Ontario í Kanada þann 7. og 8. janúar í ljósi þess að meira en þrjátíu konur hafa stigið fram og sakað hann um kynferðislega misnotkun.

Margir svöruðu Judd og komu Cosby til varnar. Skildu til að mynda ekki af hverju hann var að velta sér upp úr þessu.

„Ætli það sé ekki út af því að menn sem nauðga mikið eru ekki svalir,“ skrifaði Judd þá.

Einn aðdáandi Cosby benti á að það sé hræðilegt að vera Cosby ef þessar ásakanir eru ekki sannar.

„Ímyndaðu þér hvernig þessum konum leið að missa meðvitund og vita hvað hann ætlaði að gera. Gátu ekki stöðvað martröðina,“ svaraði Judd og bætti við:

„Ég er einnig nokkuð viss um að ég hef stundað kynlíf með færri konum en hann nauðgaði. Ég velti oft fyrir mér af hverju fólki reynir af fremsta megni að trúa ekki konum sem hefur verið ráðist á. Hver er rót þess?“


Tengdar fréttir

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.

Þakkar konunni fyrir stuðninginn

Bandaríski grínistinn Bill Cosby hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um fjölda ásakana á hendur sér um kynferðislegt ofbeldi gegn konum.

Cosby kærður

Sakar Bill Cosby um að hafa nauðgað sér þegar hún var 15 ára gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.