Tesla Roadster aftur í framleiðslu Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2014 11:36 Tesla Roadster. Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent
Elon Musk forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla lét hafa eftir sér í gær að fyrirtækið ætli aftur að setja á markað Roadster bíl sinn og verður þar á ferð uppfærð gerð hans. Frekari upplýsinga um bílinn lofaði Musk á næstu dögum og kemur þá í ljós hver drægni bílsins verður. Musk hafði áður ýjað að því að Tesla ætlaði sér að gera eitthvað afar áhugavert við Roadster bílinn og í viðtali við Auto Express í Bretlandi fyrr á árinu var haft eftir honum að Roadster myndi fá rafhlöður sem dygði til meira en 600 km aksturs. Ef svo yrði væri þar kominn sá rafmagnsbíll sem lengst kemst á einni hleðslu. Óljóst er hvaða aðrar breytingar verða gerðar á bílnum, hvort hann verður öflugri en fyrr eða fær fjórhjóladrif, en talið er víst að ytra útlit bílsins breytist ekki.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent