Kvikmyndaverið Universal hefur nú birt glænýja ljósmynd úr kvikmyndinni Everest sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks.
Myndi verður frumsýnd í Bretlandi 18. september og í Bandaríkjunum þann 2. október á næsta ári.
Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverið í myndinni en auk hans leika Josh Brolin, Jason Clarke, John Hawkes, Keira Knightley, Robin Wright, Emily Watson, Clive Standen, Michael Kelly, Sam Worthington, Elizabeth Debicki, Vanessa Kirby, Mia Goth, Naoko Mori, Thomas M. Wright, Martin Henderson, Tom Goodman-Hill og Charlotte Bøving.
Ingvar E. Sigurðsson leikur einnig stórt hlutverk í myndinni. Ingvar leikur rússneska fjallgöngumanninn Anatoli Boukreev, en myndin er byggð á bókinni Into Thin Air eftir rithöfundinn og fjallagarpinn Jon Krakauer. Segir hún frá hörmungaratburðum sem áttu sér stað á Everestfjalli árið 1996 þar sem átta fjallgöngumenn fórust.
Ný mynd úr Everest
Tengdar fréttir
Baltasar leikstýrir hugsanlega Douglas og Waltz
Baltasar Kormákur mun hugsanlega leikstýra myndinni Reykjavík en þetta kemur fram í bandarískum miðlum í dag.
Slysið á Everest setti strik í reikninginn
Baltasar Kormákur er nýkominn til landsins eftir að hafa dvalið erlendis í fjóra mánuði við gerð stórmyndarinnar Everest.
Keira leikur í stórmynd Baltasars
Enn bætist í leikarahópinn.