Rickie Fowler reynslunni ríkari eftir viðburðaríkt ár Kári Örn Hinriksson skrifar 31. desember 2014 20:00 Rickie Fowler á Opna breska meistaramótinu í sumar. AP Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“ Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rickie Fowler hefur á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í golfinu en þessi vinsæli kylfingur sýndi og sannaði í ár að hann er meðal þeirra allra bestu með mörgum frábærum frammistöðum. Fowler endaði í níunda sæti í Fed-Ex bikarnum 2014 og á árinu vann hann sér inn rúmlega fimm milljónir dollara í verðlaunafé. Fowler bætti sig mikið á milli ára í púttum, upphafshöggum og nánast allri tölfræði og var oft í baráttunni um sigur í risamótum en hann endaði þó árið án þess að sigra í atvinnumannamóti. Það minnir á hversu erfitt það er að sigra mót meðal þeirra bestu en spurður út í eitt högg á árinu sem hann hefði viljað slá upp á nýtt þá segir Fowler að það sé upphafshöggið á 14. holu, á lokahringnum á PGA meistaramótinu sem fram fór á Valhalla. „Það var þetta fimmjárn sem fór með mig, ég missti það til hægri á 14.holu þegar að ég var í forystunni og fékk skolla.“ Fowler endaði hringinn með því að fá par á restina af holunum en fugl hjá Rory McIlroy á 17. holu tryggði Norður-Íranum sigurinn í þessu sögufræga móti. „Ég hugsa til baka og vildi óska að ég hefði sveiflað af meira öryggi á 14. holu, golfsagan er skrifuð á augnablikum sem þessum. Ég er samt viss um að ég á eftir að vera í baráttunni á lokadegi í risamóti aftur á ferlinum og ég verð reynslunni ríkari þá.“
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira