Veldu besta frasa íslenskrar kvikmyndasögu 28. janúar 2014 15:45 Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi. Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á Edduverðlaunahátíðinni í ár að láta áhorfendur kjósa um fleygar setningar úr íslenskri kvikmyndasögu. Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi 20 þekktar setningar. Almenningur er beðinn um að velja þá frasa sem standa upp úr á listanum hér fyrir neðan. Eftir standa fimm fleygar setningar sem áhorfendur kjósa á milli í símakosningu meðan á beinni útsendingu Edduhátíðarinnar stendur. Forkosningin hér á Vísi stendur í tvær vikur og lýkur á miðnætti, mánudaginn 10. febrúar. Lesendur Vísis eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega vali. Hver og einn getur valið allt frá einum upp í fimm frasa. Það er gert með því að ýta á þá og ljóma áður en ýtt er á Kjósa-hnappinn. Hægt er að horfa á myndbrot með öllum þessum setningum í spilaranum hér fyrir ofan og jafnframt er hægt að horfa á allar þessar kvikmyndir á vefnum Icelandic Cinema Online sem er efnisveita á netinu sem býður upp á íslenskt kvikmyndaefni. Edduhátíðin verður haldin laugardaginn 22. febrúar í Hörpu og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein