Bílar

Aukning í bílasölu 18,1% í apríl

Finnur Thorlacius skrifar
Ágætur gangur er í bílasölu á árinu.
Ágætur gangur er í bílasölu á árinu.
Sala á nýjum fólksbílum frá 1–30 apríl sl. jókst um 18,1% en nýskráðir  fólksbílar á þessu tímabili eru 684 á móti 579 í sama mánuði 2013 eða aukning um 105 bíla. Samtals hafa verið skráðir 2257 fólksbílar á fyrstu fjórum mánuðum ársins og er það 17,8% aukning frá fyrra ári. Kemur þetta fram í tölum frá Bílgreinasambandinu.

Mikil aukning hefur verið í sölu atvinnubíla og sem dæmi þá voru nýskráðir 30 vörubílar á tímabilinu 1.janúar til 31.mars sl. en á síðasta ári voru þeir 15 á sama tímabili. Alls voru skráðir 204 sendibílar og fyrstu þrem mánuðum ársins á móti 113 samanborði við sama tímabil árið 2013.

Bílasala heldur áfram að aukast og er aukningin aðallega í sölu til einstaklinga og fyrirtækja og reiknað er með áframhaldandi vexti í nýskráningum um 15-20%.  Með sterkari krónu og minkandi verðbólgu er verð á nýjum bílum orðið mun hagstæðara nú en fyrir fáeinum misserum.

Einnig hafa öll bílaumboðin lagt mikið í að ná sem hagkvæmustu samningum við sína byrgja með góðum árangri sem endurspeglast í verði nýrra bíla í dag segir  Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins.






×