Vildu fá að ritskoða spurningar Frosti Logason skrifar 2. maí 2014 11:40 Úlfurinn á Wall Street spjallaði við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. Réttu nafni heitir maðurinn Jordan Belfort en hann er persónan sem um var gerð kvikmyndin Wolf of Wall Street, með stórleikaranum Leonardo Dicaprio í aðalhlutverki. Það var ekki þrautarlaust að fá viðtal við úlfinn. Eins og fram kom í þættinum í morgun hafði maðurinn aflýst eða frestað viðtalinu þónokkrum sinnum áður en við loksins náðum saman. Þegar það svo loksins tókst virtist aðstoðarkona Belforts ætla að verða erfiður ljár í þúfu því hún vildi fá að ritskoða spurningarnar okkar. Farið var fram á að spurningarnar yrðu sendar fyrirfram og í kjölfarið fengum við nákvæmar leiðbeiningar um hvaða spurningum átti að sleppa og hverjar við áttum að orða öðruvísi og svo framvegis. Allt átti þetta að tryggja það að Jordan Belfort mundi ekki móðgast eða líða illa í viðtalinu og virtist aðtoðarkonan hafa miklar áhyggjur af því að Harmageddon viðtalið mundi styggja hann illilega. Það er skemmst frá því að segja að við ákváðum þá að afþakka viðtalið með öllu. Það er ekki viðmælandi sem fær að ákveða um hvað er spurt í Harmageddon viðtölum. Skömmu síðar kom símtal frá sjálfum Jordan Belfort. Hann tilkynnti okkur að þessi kona sem við hefðum verið í sambandi við hefði ekkert um þetta mál að segja og hann hefði ekki komið nálægt þessari fáránlegu tilraun til ritskoðunar. Hann bað okkur endilega að spyrja um allt sem okkur dytti í hug. Heyra má viðtalið hér. Harmageddon Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Segir Nasista hafa litið vel út í Hugo Boss Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon
Úlfurinn á Wall Street spjallaði við útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun. Réttu nafni heitir maðurinn Jordan Belfort en hann er persónan sem um var gerð kvikmyndin Wolf of Wall Street, með stórleikaranum Leonardo Dicaprio í aðalhlutverki. Það var ekki þrautarlaust að fá viðtal við úlfinn. Eins og fram kom í þættinum í morgun hafði maðurinn aflýst eða frestað viðtalinu þónokkrum sinnum áður en við loksins náðum saman. Þegar það svo loksins tókst virtist aðstoðarkona Belforts ætla að verða erfiður ljár í þúfu því hún vildi fá að ritskoða spurningarnar okkar. Farið var fram á að spurningarnar yrðu sendar fyrirfram og í kjölfarið fengum við nákvæmar leiðbeiningar um hvaða spurningum átti að sleppa og hverjar við áttum að orða öðruvísi og svo framvegis. Allt átti þetta að tryggja það að Jordan Belfort mundi ekki móðgast eða líða illa í viðtalinu og virtist aðtoðarkonan hafa miklar áhyggjur af því að Harmageddon viðtalið mundi styggja hann illilega. Það er skemmst frá því að segja að við ákváðum þá að afþakka viðtalið með öllu. Það er ekki viðmælandi sem fær að ákveða um hvað er spurt í Harmageddon viðtölum. Skömmu síðar kom símtal frá sjálfum Jordan Belfort. Hann tilkynnti okkur að þessi kona sem við hefðum verið í sambandi við hefði ekkert um þetta mál að segja og hann hefði ekki komið nálægt þessari fáránlegu tilraun til ritskoðunar. Hann bað okkur endilega að spyrja um allt sem okkur dytti í hug. Heyra má viðtalið hér.
Harmageddon Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon Segir Nasista hafa litið vel út í Hugo Boss Harmageddon 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon