Hestasportin áfram á Stöð 2 Sport í sumar 2. maí 2014 10:30 Freyr Einarsson sjónvarpsstjóri 365 miðla og Hjörtur Bergstað formaður Fáks gengu frá samkomulagi um samstarf á sjónvarpsútsendingum frá hestasportviðburðum í Víðidal. Stöð 2 Sport hefur frá áramótum boðið upp á vikulega hestasportþætti og beinar útsendingar frá hestaíþróttamótum. Meistaradeildin í hestaíþróttum var í beinni útsendingu, sýndir voru þættir frá KS deildinni auk þess sem töluverð dagskrárgerð hefur verið í boði tengd hestum og hestaíþróttum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugafólk um hestaíþróttir hefur verið ánægt með að geta fylgst með sportinu í sjónvarpinu heima í stofu. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík og 365 miðlar hafa nú gert með sér samkomulag um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá hestaíþróttamótum sem eiga sér stað á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí og lýkur sunnudaginn 11.maí. Reykjavíkurmótið er fjömennasta hestaíþróttamót landsins þar sem um 500 keppendur eru skráðir til leiks í barna- og fullorðinshópum. Stöð 2 Sport mun sýna í beinni útsendingu daglega frá keppni í Meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu. Stöð 2 Sport mun auk þess vera með beinar útsendingar í sumar frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 23. júlí – 27. júlí. Íslandsmótið nú verður óvenjulegt að því leiti að í stað þess að vera tvö mót eins og síðustu áratugi verður Íslandsmótið nú eitt stórt og veglegt mót. Búast má við miklum fjölda keppanda í ár enda Íslandsmótið einn af hápunktum ársins í hestaíþróttum. Auk þess hafa Fákur og 365 miðlar ákveðið að hefja samstarf um kappreiðar sem sýndar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áætlað er að skipuleggja tvö kappreiðamót í sumar þar sem bæði verður keppt í stökki og skeiði. Fyrsta mótið fer fram í Víðidal í júlí og síðara mótið í ágúst. Nákvæmar dagsetningar og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar. Stöð 2 Sport mun áfram verða með reglulega þætti um hestaíþróttir sem Telma Tómasson hefur umsjón með auk útsendinga frá hestaíþróttamótum. Hestar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur frá áramótum boðið upp á vikulega hestasportþætti og beinar útsendingar frá hestaíþróttamótum. Meistaradeildin í hestaíþróttum var í beinni útsendingu, sýndir voru þættir frá KS deildinni auk þess sem töluverð dagskrárgerð hefur verið í boði tengd hestum og hestaíþróttum. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og áhugafólk um hestaíþróttir hefur verið ánægt með að geta fylgst með sportinu í sjónvarpinu heima í stofu. Hestamannafélagið Fákur í Reykjavík og 365 miðlar hafa nú gert með sér samkomulag um beinar útsendingar á Stöð 2 Sport frá hestaíþróttamótum sem eiga sér stað á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Fyrsta beina útsendingin verður strax í næstu viku frá Reykjavíkurmóti Fáks sem hefst miðvikudaginn 7. maí og lýkur sunnudaginn 11.maí. Reykjavíkurmótið er fjömennasta hestaíþróttamót landsins þar sem um 500 keppendur eru skráðir til leiks í barna- og fullorðinshópum. Stöð 2 Sport mun sýna í beinni útsendingu daglega frá keppni í Meistaraflokki á Reykjavíkurmótinu. Stöð 2 Sport mun auk þess vera með beinar útsendingar í sumar frá Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 23. júlí – 27. júlí. Íslandsmótið nú verður óvenjulegt að því leiti að í stað þess að vera tvö mót eins og síðustu áratugi verður Íslandsmótið nú eitt stórt og veglegt mót. Búast má við miklum fjölda keppanda í ár enda Íslandsmótið einn af hápunktum ársins í hestaíþróttum. Auk þess hafa Fákur og 365 miðlar ákveðið að hefja samstarf um kappreiðar sem sýndar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áætlað er að skipuleggja tvö kappreiðamót í sumar þar sem bæði verður keppt í stökki og skeiði. Fyrsta mótið fer fram í Víðidal í júlí og síðara mótið í ágúst. Nákvæmar dagsetningar og fyrirkomulag verður tilkynnt síðar. Stöð 2 Sport mun áfram verða með reglulega þætti um hestaíþróttir sem Telma Tómasson hefur umsjón með auk útsendinga frá hestaíþróttamótum.
Hestar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira