Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Fylkir 0-1 | Sterkur sigur Fylkis í rokinu í Keflavík Árni Jóhannsson á Nettóvellinum skrifar 21. september 2014 00:01 Fylkismenn voru að kveðja fallbaráttu Pepsi-deildarinnar í dag með því að vinna Keflvíkinga í Keflavík fyrr í dag. Lítil gæði voru í leiknum og setti veðrið mikinn strik í reikninginn. Það var Andrew Sousa sem skoraði eina mark leiksins sem endaði 0-1 Fylki í vil. Veðrið lék stórt hlutverk í leik Keflavíkur og Fylkis suður með sjó fyrr í dag. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hemja boltann og þá sérstaklega þegar boltanum var lyft af jörðinni. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Fylkismenn mættu þó kröftugri til leiks og áttu þeir betri færi í fyrri hálfleiknum. Gestirnir nýttu eitt af þessum færum á 39. mínútu leiksins þegar heimamenn misstu boltann á sínum eigin vallarhelming og barst boltinn til Gunnars Arnar Jónssonar. Gunnar gerði sér lítið fyrir og sendi boltann með hælnum inn fyrir vörn Keflvíkinga og fann hann Andrew Sousa í miðjum teignum. Sousa var pollrólegur og lagði boltann framhjá Jónasi Sandqvist sem var stiginn til hliðar í vitlausa átt í markinu. Leikurinn hélst í jafnvægi út hálfleikinn án þess að nokkurt markvert gerðist og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni 0-1 fyrir Fylki. Seinni háfleikur var tíðindalítill í meira lagi, heimamenn komu ákveðnari út þó, heldur en þeir höfðu verið í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér nægilega góð marktækifæri til að taka eitthvað út úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann bróðurpart síðari hálfleiksins. Fylkismenn vörðust vel og vernduðu þar með forskot sitt en þegar leið á seinni hálfleikinn voru gæði leiksins mjög lág og fór hann fram á miðjunni mest megnis sem og í innköstum en fyrirgjafir liðanna áttu mikið til að enda fyrir utan völlinn. Gestirnir úr Árbænum sigldu leiknum heim og fengu stigin sem duga þeim til að tryggja veru sína í deild þeirra bestu á Íslandi. Keflvíkingar eru enn þá í erfiðri stöðu og þurfa hagstæð úrslit úr síðustu tveimur leikjum sínum til að halda sæti sínu í deildinni.Ásmundur Arnarsson: Viljum kíkja ofar ef það er hægt „Þegar aðstæðurnar eru eins og þær voru í dag þá er það oftast liðið sem vill þetta meira sem tekur stigin“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Fylkis eftir leik sinna manna við Keflavík í vægast sagt lélegum aðstæðum á Nettó-vellinum í Keflavík. Með sigrinum eru Fylkismenn öruggir með sæti sitt í deildinni og var Ásmundur spurður út í framhaldið í deildinni. „Við erum búnir að tryggja sæti okkar en það eru tveir leikir eftir og sex stig í boði. Það er ekkert annað í gangi hjá okkur og við reynum að ná í þau stig sem í boði eru og sjá hvert það tekur okkur í deildinni. Við erum í sjötta sæti í dag og viljum ekki fara neðar, frekar að kíkja ofar ef það er hægt.“ „Í svona leikjum reynum við að halda boltanum niðri og halda boltanum innan liðsins eins og hægt er, við vildum sækja í ákveðnar holur og komast í þær þegar það var hægt en aðstæðurnar ráða mestu mum þetta og erfitt var að stjórna ferðinni. Allt upplegg fýkur oft út í veður og vind eins og maður segir“, sagði Ásmundur um hvernig hann lagði leikinn upp. Hann var spurður hvort hefði mátt fresta leiknum í dag í ljósi þess að leiknum í Grafarvogi var frestað. „Það er náttúrulega alltaf matsatriði en ef spáin á morgun er betri en í dag þá hefðum við væntanlega fengið skemmtilegri fótbolta.“Kristján Guðmundsson: Vorum langt undir pari í dag „Það er alveg rétt að við vorum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi vallarins, okkur tókst ekki að skora og var það vont. Það er dálítið sérkennilegt að fá betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari, þar sem mér fannst við spila síðari hálfleikinn betur en þann fyrra“ voru fyrstu viðbrögð þjálfara Keflvíkinga eftir tapið gegn Fylki í dag. „Við vorum langt undir pari, margir leikmenn náðu ekki upp sínum eðlilega leik í dag. Einhverskonar spenna var kannski í gangi þar sem menn voru að hugsa um einhverja hluti sem þeir eiga ekki að vera að hugsa um og erfitt að fá á sig mark eftir að leikurinn stöðvast eftir að markvörðurinn meiðist.“ „Mér fannst í fyrri hálfleik við ekki vera tilbúnir að framkvæma hluti sem við ætluðum að gera og fannst við ekki vilja fá boltann og ekki nógu öflugir að fara í boltann og vinna. Það vantaði ákveðið baráttu eðli í liðið sem ætti að vera þegar við erum að spila næst seinasta heimaleikinn okkar og í þessari erfiðu stöðu. Það er samt erfitt þegar það er komin hálf umferð síðan þú vannst leik í deildinni. Þegar hlutir heppnast ekki ferðu jafnvel ósjálfrátt að hugsa um einhverja neikvæða hluti sem þú ræður ekki við í staðinn fyrir að halda áfram.“ Kristján var spurður út í það hvernig hann myndi leggja upp seinustu tvo leiki liðsins með stöðuna í deildinni í huga. „Við þurfum að skoða stöðun á miðvikudaginn en það er ljóst að við þurfum að vinna einn eða tvo leiki. Við getum það klárlega ef við ætlum okkur að gera það.“ Hans mat á því hvort fresta hefði átt þessum leik var svipað og hjá Ásmundi en bætti við að það þyrfti að leggja línuna betur í þessum efnum hjá KSÍ. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Fylkismenn voru að kveðja fallbaráttu Pepsi-deildarinnar í dag með því að vinna Keflvíkinga í Keflavík fyrr í dag. Lítil gæði voru í leiknum og setti veðrið mikinn strik í reikninginn. Það var Andrew Sousa sem skoraði eina mark leiksins sem endaði 0-1 Fylki í vil. Veðrið lék stórt hlutverk í leik Keflavíkur og Fylkis suður með sjó fyrr í dag. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að hemja boltann og þá sérstaklega þegar boltanum var lyft af jörðinni. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Fylkismenn mættu þó kröftugri til leiks og áttu þeir betri færi í fyrri hálfleiknum. Gestirnir nýttu eitt af þessum færum á 39. mínútu leiksins þegar heimamenn misstu boltann á sínum eigin vallarhelming og barst boltinn til Gunnars Arnar Jónssonar. Gunnar gerði sér lítið fyrir og sendi boltann með hælnum inn fyrir vörn Keflvíkinga og fann hann Andrew Sousa í miðjum teignum. Sousa var pollrólegur og lagði boltann framhjá Jónasi Sandqvist sem var stiginn til hliðar í vitlausa átt í markinu. Leikurinn hélst í jafnvægi út hálfleikinn án þess að nokkurt markvert gerðist og gengu liðin til búningsklefa í stöðunni 0-1 fyrir Fylki. Seinni háfleikur var tíðindalítill í meira lagi, heimamenn komu ákveðnari út þó, heldur en þeir höfðu verið í fyrri hálfleik en náðu ekki að skapa sér nægilega góð marktækifæri til að taka eitthvað út úr leiknum. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann bróðurpart síðari hálfleiksins. Fylkismenn vörðust vel og vernduðu þar með forskot sitt en þegar leið á seinni hálfleikinn voru gæði leiksins mjög lág og fór hann fram á miðjunni mest megnis sem og í innköstum en fyrirgjafir liðanna áttu mikið til að enda fyrir utan völlinn. Gestirnir úr Árbænum sigldu leiknum heim og fengu stigin sem duga þeim til að tryggja veru sína í deild þeirra bestu á Íslandi. Keflvíkingar eru enn þá í erfiðri stöðu og þurfa hagstæð úrslit úr síðustu tveimur leikjum sínum til að halda sæti sínu í deildinni.Ásmundur Arnarsson: Viljum kíkja ofar ef það er hægt „Þegar aðstæðurnar eru eins og þær voru í dag þá er það oftast liðið sem vill þetta meira sem tekur stigin“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Fylkis eftir leik sinna manna við Keflavík í vægast sagt lélegum aðstæðum á Nettó-vellinum í Keflavík. Með sigrinum eru Fylkismenn öruggir með sæti sitt í deildinni og var Ásmundur spurður út í framhaldið í deildinni. „Við erum búnir að tryggja sæti okkar en það eru tveir leikir eftir og sex stig í boði. Það er ekkert annað í gangi hjá okkur og við reynum að ná í þau stig sem í boði eru og sjá hvert það tekur okkur í deildinni. Við erum í sjötta sæti í dag og viljum ekki fara neðar, frekar að kíkja ofar ef það er hægt.“ „Í svona leikjum reynum við að halda boltanum niðri og halda boltanum innan liðsins eins og hægt er, við vildum sækja í ákveðnar holur og komast í þær þegar það var hægt en aðstæðurnar ráða mestu mum þetta og erfitt var að stjórna ferðinni. Allt upplegg fýkur oft út í veður og vind eins og maður segir“, sagði Ásmundur um hvernig hann lagði leikinn upp. Hann var spurður hvort hefði mátt fresta leiknum í dag í ljósi þess að leiknum í Grafarvogi var frestað. „Það er náttúrulega alltaf matsatriði en ef spáin á morgun er betri en í dag þá hefðum við væntanlega fengið skemmtilegri fótbolta.“Kristján Guðmundsson: Vorum langt undir pari í dag „Það er alveg rétt að við vorum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungi vallarins, okkur tókst ekki að skora og var það vont. Það er dálítið sérkennilegt að fá betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari, þar sem mér fannst við spila síðari hálfleikinn betur en þann fyrra“ voru fyrstu viðbrögð þjálfara Keflvíkinga eftir tapið gegn Fylki í dag. „Við vorum langt undir pari, margir leikmenn náðu ekki upp sínum eðlilega leik í dag. Einhverskonar spenna var kannski í gangi þar sem menn voru að hugsa um einhverja hluti sem þeir eiga ekki að vera að hugsa um og erfitt að fá á sig mark eftir að leikurinn stöðvast eftir að markvörðurinn meiðist.“ „Mér fannst í fyrri hálfleik við ekki vera tilbúnir að framkvæma hluti sem við ætluðum að gera og fannst við ekki vilja fá boltann og ekki nógu öflugir að fara í boltann og vinna. Það vantaði ákveðið baráttu eðli í liðið sem ætti að vera þegar við erum að spila næst seinasta heimaleikinn okkar og í þessari erfiðu stöðu. Það er samt erfitt þegar það er komin hálf umferð síðan þú vannst leik í deildinni. Þegar hlutir heppnast ekki ferðu jafnvel ósjálfrátt að hugsa um einhverja neikvæða hluti sem þú ræður ekki við í staðinn fyrir að halda áfram.“ Kristján var spurður út í það hvernig hann myndi leggja upp seinustu tvo leiki liðsins með stöðuna í deildinni í huga. „Við þurfum að skoða stöðun á miðvikudaginn en það er ljóst að við þurfum að vinna einn eða tvo leiki. Við getum það klárlega ef við ætlum okkur að gera það.“ Hans mat á því hvort fresta hefði átt þessum leik var svipað og hjá Ásmundi en bætti við að það þyrfti að leggja línuna betur í þessum efnum hjá KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira