Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Kristinn Ásgeir Gylfason á Vodavone-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 Vísir/Stefán Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira