Bjarki Þór tók titilinn og Birgir rotaði andstæðing sinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. september 2014 12:45 Bjarki Þór grípur utan um háls O'Connor. Kjartan Páll Sæmundsson Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Þrír íslenskir bardagakappar börðust á Shinobi MMA bardagakvöldinu í Wales í gærkvöldi. Bjarki Þór Pálsson klófesti léttvigtarbelti Shinobi MMA bardagasamtakanna og Birgir Örn Tómasson rotaði andstæðing sinn í 3. lotu. Strákarnir koma allir úr Mjölni og höfðu æft gríðarlega vel fyrir MMA bardagana sína. Fyrstur á svið af Íslendingunum var Birgir Örn Tómasson en hann mætti heimamanninum Bobby Pallett. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem þeir skiptust á höggum náði Pallett fellu í 2. lotu. Birgir náði að standa upp og vankaði Pallett áður en lotan var á enda. Í 3. lotu át Birgir hausspark og svaraði hann því með því að steinrota Pallett í 3. lotu. Bardaginn var frábær en Birgir Örn hefur nú sigrað báða MMA bardaga sína með rothöggi. Fyrr í dag fengu Birgir og andstæðingur hans bónus fyrir besta bardaga kvöldsins. Næstur á svið var Diego Björn Valencia. Andstæðingur hans var pólskur glímumaður og náði hann fellu í 1. lotu. Diego tókst að snúa stöðunni við og endaði fyrstu lotuna ofan á. Í 2. lotu náði Diego sjálfur fellu og hélt toppstöðu um tíma. Þriðja lotan var jöfn og endaði bardaginn í dómaraákvörðun. Hinn pólski Amadeusz Arczewski sigraði naumlega eftir dómaraákvörðun, 29-28, í jöfnum bardaga. Þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá Diego og mun hann án efa koma tvíefldur til baka. Lokabardagi kvöldsins var titilbardagi milli Bjarka Þórs Pálssonar og Anthony O’Connor. Fyrir bardagann var O’Connor ósigraður í sjö bardögum og því verðugur andstæðingur. Bjarki náði fellu í fyrstu lotu og sigraði fyrstu lotuna. Í næstu lotu skaut O’Connor í fellu en Bjarki náði taki utan um hálsinn og læsti þéttri „guillotine“ hengingu. O’Connor neyddist því til að gefast upp í 2. lotu. Bjarki Þór tryggði sér þar með léttvigtarbelti Shinobi MMA. Frábært kvöld að baki hjá Mjölnismönnunum og mega þeir vel við una eftir bardaga gærkvöldsins.Vísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.Birgir Örn með beina hægri á Bobby Pallett.Kjartan Páll Sæmundsson
MMA Tengdar fréttir Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið Sjá meira
Mjölnisstrákarnir tilbúnir í slaginn Í kvöld munu þrír íslenskir bardagakappar stíga í búrið og berjast í MMA á Shinobi bardagakvöldinu. Bardagarnir fara fram í Wales og eru strákarnir tilbúnir í slaginn. 20. september 2014 11:30