Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur kominn heim í Fylki

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ásgeir Börkur handsalar samninginn í kvöld eftir undirskriftina.
Ásgeir Börkur handsalar samninginn í kvöld eftir undirskriftina. vísir/stefán
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, miðjumaðurinn klettharði, er genginn aftur í raðir Fylkis í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Hann var kynntur til sögunnar á blaðamannafundi í Fylkishöllinni í kvöld, en Ásgeir Börkur skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Ásgeir spilaði með GAIS í sænsku B-deildinni í sumar og þá var hann á mála í nokkra mánuði hjá Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Ásgeir Börkur á að baki 97 deildar- og bikarleiki fyrir Fylki og tvö mörk. Hann spilaði einnig 25 leiki fyrir Selfoss í byrjun ferilsins í neðri deildum Íslandsmótsins.

Með komu miðjumannsins eru Fylkismenn búnir að endurheimta fjórmenningana sem léku lykilhlutverk hjá Árbæjarliðinu sumarið 2009 þegar það komst síðast í Evrópukeppni.

Fylkir fékk Albert Brynjar Ingason heim í sumar og hafði áður fengið Andrés Má Jóhannesson fyrir tímabilið. Þá gekk Ingimundur Níels Óskarsson aftur í raðir Fylkis frá FH eftir að tímabilinu lauk.

Auk Ingimundar og Ásgeirs Barkar hafa Fylkismenn bætt við sig Jóhannesi Karli Guðjónssyni sem kom til liðsins frá Fram eftir tímabilið í Pepsi-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×