Lífið

Költmyndasögur endurútgefnar

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Fyrsta tölublað Zap Comix - Sækadelískar og klúrar myndasögur.
Fyrsta tölublað Zap Comix - Sækadelískar og klúrar myndasögur.
Hinar vinsælu költmyndasögur Zap Comix verða endurútgefnar í heild fyrir jól en um er að ræða áhrifamestu neðanjarðarmyndasögur allra tíma. Það var teiknarinn Robert Crumb sem stofnaði blaðið en hann er meðal annars þekktur fyrir að teikna American Splendor-myndasögurnar.

Meðal dyggra aðdáenda blaðsins voru leikstjórinn Terry Gilliam og grínistinn Robin Williams en aðstandendur þessara sækadelísku og klúru myndasagna lentu oft og tíðum í lagalegum vandræðum fyrir þær. „Við höfðum ekki áhuga á helvítis almenningnum,“ segir teiknarinn Robert Williams við Rolling Stone. „Við vildum hefna okkar á menningu okkar.“

Hér er hægt að nálgast öll tölublöð Zap Comix.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×