Lífið

Ákváðu að taka málin í sínar eigin hendur

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Þóru og Erlu fannst vanta vettvang fyrir ungar konur með góðar hugmyndir.
Þóru og Erlu fannst vanta vettvang fyrir ungar konur með góðar hugmyndir. VÍSIR/ERNIR
„Okkur hefur fundist vanta vettvang fyrir ungar konur, sem eru að gera spennandi hluti, til þess að mynda tengslanet og þróa sínar hugmyndir áfram,“ segir Erla Björnsdóttir. Hún og Þóra Hrund Guðbrandsdóttir vinna að stofnun samtaka fyrir ungar konur með hugmyndir sem þær vilja framkvæma.

Um helgina kemur fyrsta verkefnið þeirra, jóladagatal fjölskyldunnar, út. „Jóladagatalið fékk miklu betri viðtökur en við bjuggumst við og í kjölfarið fórum við að ræða að það vantaði svona samtök. Á endanum ákváðum við bara að stofna þau sjálfar,“ segir Erla.

Markmið samtakana verður að mynda samstöðu á meðal ungra kvenna og skapa samfélag þar sem konur geta myndað tengslanet og miðlað upplýsingum. „Okkur langar að vera með fyrirlestraröð og fá konur með skemmtilegar og góðar hugmyndir sem geta sagt frá sinni reynslu til þess að koma og flytja fyrirlestra,“ segir hún.

Samtökin eru ekki enn komin með nafn enda er nóg um að vera þessa dagana. „Við erum á fullu að vinna í þessu. Sitjum sveittar við dag og nótt að sinna jóladagatalinu okkar og erum líka að vinna í dagbók sem á að koma út desember.“

Auk alls þessa reka Erla og Þóra sín eigin fyrirtæki, Betri svefn og ReykjavikNow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×