Ridley Scott skýtur Halo-mynd á Íslandi Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. apríl 2014 18:19 Vísir/Getty Tökur á nýrri bíómynd sem byggð er á vinsæla tölvuleiknum Halo hefjast í næstu viku á Íslandi og á Írlandi. Myndin kemur úr smiðju leikstjórans Ridley Scott og framleiðslufyrirtækis hans, Scott Free Productions. Þetta kom fram á blaðamannafundi Microsoft í dag. Kostnaður við myndina verður talsverður en fram kom á fundinum í dag að framleiðslukostnaður yrði meira en tíu milljónir dollara, rúmur milljarður króna. Myndin lítur dagsins ljós seinna á þessu ári en vefsíðan Gigaom hefur heimildir fyrir því að hún verði frumsýnd í október. Þá er leikstjórinn Steven Spielberg einnig með þáttaröð byggða á Halo í bígerð og verða þessi tvö verkefni tengd að einhverju leiti. Seríunni Halo 4: Forward Unto Dawn, sem var frumsýnd árið 2012, var dreift á vefsíðunni YouTube og hefur verið skoðuð meira en fimmtíu milljón sinnum. Ekki er ljóst hvernig mynd Ridley Scott verður dreift að svo stöddu. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tökur á nýrri bíómynd sem byggð er á vinsæla tölvuleiknum Halo hefjast í næstu viku á Íslandi og á Írlandi. Myndin kemur úr smiðju leikstjórans Ridley Scott og framleiðslufyrirtækis hans, Scott Free Productions. Þetta kom fram á blaðamannafundi Microsoft í dag. Kostnaður við myndina verður talsverður en fram kom á fundinum í dag að framleiðslukostnaður yrði meira en tíu milljónir dollara, rúmur milljarður króna. Myndin lítur dagsins ljós seinna á þessu ári en vefsíðan Gigaom hefur heimildir fyrir því að hún verði frumsýnd í október. Þá er leikstjórinn Steven Spielberg einnig með þáttaröð byggða á Halo í bígerð og verða þessi tvö verkefni tengd að einhverju leiti. Seríunni Halo 4: Forward Unto Dawn, sem var frumsýnd árið 2012, var dreift á vefsíðunni YouTube og hefur verið skoðuð meira en fimmtíu milljón sinnum. Ekki er ljóst hvernig mynd Ridley Scott verður dreift að svo stöddu.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein