Lífið

Upptökur hafnar á Star Wars

Baldvin Þormóðsson skrifar
Hinn illvígi Svarthöfði mun líklegast ekki koma fram í nýju myndunum en hann lést í sjöttu mynd seríunnar.
Hinn illvígi Svarthöfði mun líklegast ekki koma fram í nýju myndunum en hann lést í sjöttu mynd seríunnar. mynd/getty
Aðdáendur sígildu Star Wars myndanna geta glaðst yfir yfirlýsingu Disney en þar kemur fram að flestir leikarar hafi verið ráðnir og upptökur séu hafnar á nýjustu myndum seríunnar. 

Þessu greinir Hollywood Report frá.

Talsmaður Disney segir að það hafi verið ýmis vandamál við að klára handritið, en það eru margverðlaunaðir handritshöfundar á borð við Lawrence Kasdan og J.J. Abrams sem sjá um ritsmíðina.

Einnig kemur fram að myndin muni koma út í desember 2015 og muni fylgja söguþræði sjöttu og seinustu Star Wars myndarinnar en hún kom út fyrir rúmlega þrátíu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.