Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 19-21 | Eyjakonur komnar áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 8. apríl 2014 13:09 Úr leik liðanna í kvöld. Vísir/Valli ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir." Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Olís deildar kvenna eftir sigur á FH í Kaplakrika. Lokatölur urðu 19-21, ÍBV í vil. Hann var ekki alltaf áferðarfallegur handboltinn sem lið FH og ÍBV buðu upp á í kvöld. Bæði liðin voru dugleg að tapa boltanum á klaufalegan hátt og ákvarðanataka leikmanna var oft á tíðum í skrítnara lagi. Sóknarleikur Eyjakvenna var þó markvissari og beittari en sóknarleikur heimakvenna. Hann var lengst af ráðleysislegur og tilviljanakenndur með afbrigðum, þá sérstaklega seinni hluta fyrri hálfleiks, þar sem FH skoraði aðeins eitt mark á ellefu mínútna kafla. Á meðan skoraði lið ÍBV fimm og fór inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu. FH-konur komu hins vegar sterkar til leiks í seinni hálfleik. Guðrún Ósk Maríasdóttir, sem byrjaði leikinn mjög vel, fór aftur að verja af krafti og hægt og bítandi náðu heimakonur betri tökum á leiknum. Þeim tókst að jafna leikinn í 13-13, lentu svo aftur þremur mörkum undir, en tókst að jafna á ný í 16-16 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. En þá seig á ógæfuhliða, líkt og í lok fyrri hálfleiks. Hvort sem það tók svona mikla orku frá leikmönnum FH að koma sér aftur inn í leikinn eða hvað, þá hrökk sóknarleikurinn aftur í baklás, vörnin hélt ekki jafn vel og hún hafði gert og Eyjakonur sigu framúr.Vera Lopes og Telma Silva Amado voru öflugar á lokakaflanum og framlag þeirra réði ansi miklu um útkomu leiksins eins og Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, benti á í viðtali að leik loknum. Eyjakonur breyttu stöðunni á lokakaflanum úr 16-16 í 17-21 og unnu að lokum tveggja marka sigur, 19-21 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Olís deildarinnar. Lopes og Amado voru sem áður sagði öflugar í liði ÍBV og skoruðu 14 af 21 marki liðsins. Þá átti Dröfn Haraldsdóttir afbragðs góðan leik í marki Eyjakvenna og varði 19 skot, eða rúmlega helming þeirra skota sem hún fékk á sig í leiknum. Stalla hennar í marki FH, Guðrún Ósk, stóð upp úr í liði heimakvenna, en hún varði 16 skot í leiknum. Aníta MjöllÆgisdóttir og Heiðdís Rún Guðmundsdóttir áttu einnig fína spretti, en heilt yfir var það sóknarleikurinn sem varð FH að falli í einvíginu.Magnús Sigmundsson: Það er búið að ganga á ýmsu í vetur "Við erum bara dottnar út, við erum komnar í sumarfrí," sagði Magnús Sigmundsson, annar þjálfara FH, að leik loknum, en hans lið er fallið úr leik eftir tvo tapleiki gegn ÍBV. "Ef þú skoðar þennan leik og svo síðasta deildarleik, þá sést að það er ekki mikill munur á liðunum. Þær eru með tvo atvinnumenn sem skipta sköpum. Þær drógu vagninn fyrir ÍBV í kvöld." "Við erum búnar að lenda í talsverðum meiðslum, sérstaklega axlarmeiðslum. Ég ætla ekki að nota það sem afsökun, en í þessu einvígi vantaði okkur t.a.m. tvo hornamenn. Það er búið að ganga á ýmsu í vetur og stelpurnar vita það best sjálfar," sagði Magnús að lokum.Dröfn Haraldsdóttir: Vorum öruggari í vörninni "Þetta var hörkuleikur eins og við áttum von á. FH er með gott lið, þannig að við þurftum að hafa fyrir þessum sigri," sagði Dröfn Haraldsdóttir að leik loknum, en hún átti frábæran leik í marki ÍBV í kvöld. ÍBV átti góðan endasprett í fyrri hálfleik og leiddi að honum loknum með þremur mörkum. "Mér fannst við öruggari í vörninni þá, og það kom kafli þar sem við náðum að stinga þær af. Svo höldum við bara áfram í seinni hálfleik." FH-konur byrjuðu seinni hálfleikinn vel, en Eyjakonur sigu að lokum framúr. "Það var bara eins og við áttum von á - þær voru ekkert að fara að gefast upp. Að sjálfsögðu kom smá aukið stress, en við náðum samt að komast strax aftur yfir."
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira