Kína stjórnar flestum ákvörðunum bílasmiða Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 09:45 Kínversk bílaumferð Á síðustu stóru bílasýningu, sem fram fór í svissnesku borginni Genf, skal áherslan sem ávallt vera á evrópska bíla fyrir evrópska neytendur. Aldrei hefur samt áður eins glögglega sést að allar stórar ákvarðanir framleiðendanna hafa verið teknar með Kínamarkað í huga og nýir bílar sýnenda helst ætlaðir einmitt fyrir þann markað. Það er í sjálfu sér ekki skrítið í ljósi þess að í Kína eru keypt meira en fjórðungur allra nýrra bíla í heiminum. Sá markaður fer ennþá hratt vaxandi og kannski er stutt í að þriðji hver nýr bíll sem keyptur er verður keyptur í Kína. Víst er að markaðurinn í Kína er langt frá því mettaður, líkt og segja má um marga aðra markaði þar ekki má búast við mjög aukinni bílasölu. Bílar á hvern mann í Kína á ansi langt í land í samanburði við Bandaríkin og Evrópu. Kínverskir bílaframleiðendur ætla ekki að horfa á evrópska og bandaríska bílaframleiðendur fylla eigin markað, Þeir ætla að stórauka sína framleiðslu og hafa í því skyni keypt upp nokkur fornfræg bílamerki, eins og sænsku framleiðendurna Volvo og Saab. Margir þeirra leita nú enn frekar hófanna með kaup á fleiri slíkum bílafyrirtækjum, svo tileinka megi sér tækniþekkingu þeirra skjótt. Forstjóri Volvo, Hakan Sumuelsson, segir að það séu mjög breyttir tímar hjá Volvo og þó svo að fjárhagsstaðan sé nú örugg í faðmi kínverska bílaframleiðandans Geely, þá sé sýnin allt önnur. Nú sé horft til kaupenda í Kína og framleiðslan stjórnast mest af þeirra þörfum. Ekki síst þörfum yngri kaupenda í Kína og nýríkra kínverja sem vilja stóra tæknihlaðna fólksbíla sem ekið er af bílstjórum og því þurfi lúxusinn að vera hvað mestur í aftursætisröðinni. Þessi staða á einnig við ákvarðanir og framleiðslu bílafyrirtækja utan Kína. Fáum þeirra dettur í hug að framleiða nýjan bíl sem ekki mun seljast vel í Kína og það sást vel á nýliðinni bílasýningu í Genf. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent
Á síðustu stóru bílasýningu, sem fram fór í svissnesku borginni Genf, skal áherslan sem ávallt vera á evrópska bíla fyrir evrópska neytendur. Aldrei hefur samt áður eins glögglega sést að allar stórar ákvarðanir framleiðendanna hafa verið teknar með Kínamarkað í huga og nýir bílar sýnenda helst ætlaðir einmitt fyrir þann markað. Það er í sjálfu sér ekki skrítið í ljósi þess að í Kína eru keypt meira en fjórðungur allra nýrra bíla í heiminum. Sá markaður fer ennþá hratt vaxandi og kannski er stutt í að þriðji hver nýr bíll sem keyptur er verður keyptur í Kína. Víst er að markaðurinn í Kína er langt frá því mettaður, líkt og segja má um marga aðra markaði þar ekki má búast við mjög aukinni bílasölu. Bílar á hvern mann í Kína á ansi langt í land í samanburði við Bandaríkin og Evrópu. Kínverskir bílaframleiðendur ætla ekki að horfa á evrópska og bandaríska bílaframleiðendur fylla eigin markað, Þeir ætla að stórauka sína framleiðslu og hafa í því skyni keypt upp nokkur fornfræg bílamerki, eins og sænsku framleiðendurna Volvo og Saab. Margir þeirra leita nú enn frekar hófanna með kaup á fleiri slíkum bílafyrirtækjum, svo tileinka megi sér tækniþekkingu þeirra skjótt. Forstjóri Volvo, Hakan Sumuelsson, segir að það séu mjög breyttir tímar hjá Volvo og þó svo að fjárhagsstaðan sé nú örugg í faðmi kínverska bílaframleiðandans Geely, þá sé sýnin allt önnur. Nú sé horft til kaupenda í Kína og framleiðslan stjórnast mest af þeirra þörfum. Ekki síst þörfum yngri kaupenda í Kína og nýríkra kínverja sem vilja stóra tæknihlaðna fólksbíla sem ekið er af bílstjórum og því þurfi lúxusinn að vera hvað mestur í aftursætisröðinni. Þessi staða á einnig við ákvarðanir og framleiðslu bílafyrirtækja utan Kína. Fáum þeirra dettur í hug að framleiða nýjan bíl sem ekki mun seljast vel í Kína og það sást vel á nýliðinni bílasýningu í Genf.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent