Fékk leyfi hjá biskupnum Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 11:30 Sigríður Soffía hefur í nógu að snúast í kvöld þegar hún samstillir dansara, flugelda og kirkjuklukkur í lokatónum Menningarnætur. Vísir/Andri Marinó „Ég er frekar stressuð því það getur svo margt farið úrskeiðis en við erum með A-, B-, C- og D-plan og samstillt úr,“ segir dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem ber mikla ábyrgð í kvöld þegar verk hennar Töfrar verður frumflutt af flugeldum, dönsurum og 32 kirkjum víðs vegar um landið á slaginu 23 í kvöld. Þetta er annað sinn sem Sigríður sér um þessa lokasýningu á Menningarnótt en það er í mörg horn á líta þegar maður er að stjórna dönsurum, flugeldum og kirkjuklukkum á sama tíma. „Ég leitaði innblásturs í þjóðsögur þar sem kirkjur og kirkjuklukkur leika stórt hlutverk. Þar er kirkjuklukkum til dæmis yfirleitt hringt til bjarga málunum og verja mannskapinn fyrir til dæmis eldgosum. Við erum að leggja okkar af mörkum ef það skyldi gjósa um helgina,“ segir Sigríður Soffía sem þurfti að fá leyfi hjá sjálfum biskupnum til að fá að hringja klukkum kirkna víðs vegar um landið. „Þau hjá Biskupsstofu voru ánægð með framtakið og gáfu mér leyfi til að ræsa út yfir 30 hringjara sem verða tilbúnir á sínum stað í kvöld. Með því að hafa kirkjurnar á víð og dreif um landið er ég að færa verkið nær landsbyggðinni líka.“ Kvennastrengjasveit sér um að flytja verk Arvos Pärt, Cantus in Memoriam Benjamin Britten, undir atriðinu en það reyndist þrautin þyngri að fá nóturnar. „Mig langaði mikið að spila þessa tónlist undir og er af snjallsímaskynslóðinni svo að ég hélt að ég gæti fengið nóturnar á pdf í símann á 10 mínutnum. En svoleiðis var það aldeilis ekki. Nóturnar eru geymdar í innsigluðum kassa hjá manni í Vínarborg sem okkur tókst að hafa upp á fyrir 10 dögum og fengum þær sendar með hraðpósti til landsins. Það eru strangar reglur sem fylgja þessum nótum og ég þarf, eftir að hljómsveitin er búin að spila, að safna öllu saman, innsigla kassann og senda út á ný.“ Sigríður hlakkar mjög til kvöldsins en sýningin byrjar sem fyrr segir klukkan 23 á bökkum gömlu hafnarinnar í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem heima sitja geta fylgst með í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira
„Ég er frekar stressuð því það getur svo margt farið úrskeiðis en við erum með A-, B-, C- og D-plan og samstillt úr,“ segir dansarinn Sigríður Soffía Níelsdóttir sem ber mikla ábyrgð í kvöld þegar verk hennar Töfrar verður frumflutt af flugeldum, dönsurum og 32 kirkjum víðs vegar um landið á slaginu 23 í kvöld. Þetta er annað sinn sem Sigríður sér um þessa lokasýningu á Menningarnótt en það er í mörg horn á líta þegar maður er að stjórna dönsurum, flugeldum og kirkjuklukkum á sama tíma. „Ég leitaði innblásturs í þjóðsögur þar sem kirkjur og kirkjuklukkur leika stórt hlutverk. Þar er kirkjuklukkum til dæmis yfirleitt hringt til bjarga málunum og verja mannskapinn fyrir til dæmis eldgosum. Við erum að leggja okkar af mörkum ef það skyldi gjósa um helgina,“ segir Sigríður Soffía sem þurfti að fá leyfi hjá sjálfum biskupnum til að fá að hringja klukkum kirkna víðs vegar um landið. „Þau hjá Biskupsstofu voru ánægð með framtakið og gáfu mér leyfi til að ræsa út yfir 30 hringjara sem verða tilbúnir á sínum stað í kvöld. Með því að hafa kirkjurnar á víð og dreif um landið er ég að færa verkið nær landsbyggðinni líka.“ Kvennastrengjasveit sér um að flytja verk Arvos Pärt, Cantus in Memoriam Benjamin Britten, undir atriðinu en það reyndist þrautin þyngri að fá nóturnar. „Mig langaði mikið að spila þessa tónlist undir og er af snjallsímaskynslóðinni svo að ég hélt að ég gæti fengið nóturnar á pdf í símann á 10 mínutnum. En svoleiðis var það aldeilis ekki. Nóturnar eru geymdar í innsigluðum kassa hjá manni í Vínarborg sem okkur tókst að hafa upp á fyrir 10 dögum og fengum þær sendar með hraðpósti til landsins. Það eru strangar reglur sem fylgja þessum nótum og ég þarf, eftir að hljómsveitin er búin að spila, að safna öllu saman, innsigla kassann og senda út á ný.“ Sigríður hlakkar mjög til kvöldsins en sýningin byrjar sem fyrr segir klukkan 23 á bökkum gömlu hafnarinnar í miðborg Reykjavíkur. Þeir sem heima sitja geta fylgst með í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Sjá meira