Náinn systkinahópur sem gæti aldrei unnið saman Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 10:00 Auður Jörundsdóttir, Guðmundur Jörundsson og Þórður Jörundsson, Vísir/Daníel Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. Guðmundur og Auður mæta fyrst til leiks á 101 hótel, bæði svartklædd þrátt fyrir kærkomna sólargeisla í höfuðborginni svona síðsumars. Þau afsaka litla bróður sinn, Þórð, og segja hann yfirleitt mæta of seint. „Nema í vinnuna, hann mætir alltaf á réttum tíma í vinnu,“ segir Guðmundur, sem er einmitt með litla bróður sinn í vinnu. Guðmundur, eða Gummi Jör eins og hann er kallaður, hefur á stuttum tíma skapað sér sess meðal fremstu fatahönnuða landsins þar sem klæðnaður hans fyrir bæði kynin hefur slegið í gegn. Hann rekur eigin verslun í miðbænum ásamt vinnustofu og stefnir út fyrir landsteinana. Systkini þrjú ólust upp í Reykjavík, í miðbænum, og gengu öll í Austurbæjarskóla. Öll eru þau mjög tengd póstnúmerinu 101 og búa þar enn í dag. Nema Þórður, sem nú er mættur, en hann býr tímabundið meira og minna hjá kærustunni sinni í Garðabæ. „Við áttum lengi heima á Ingólfsstræti en fluttum svo síðar á Barónsstíginn. Við áttum heima rétt hjá Farsóttarheimilinu og fyrir utan var mikið um róna og svona en það var allt í góðu,“ segir Auður. Auður er elst og eina systirin. Myndlistarmaður að mennt og starfar nú hjá i8 Galleríi. Henni kann vel við sig bak við tjöldin í listaheiminum en í hennar verkahring er meðal annars að skipuleggja sýningar, ráðleggja við kaup og sölu á list og ferðast heimshorna á milli á kaupstefnur og sýningar. „Þetta er mjög fjölbreytt starf og ég þrífst mjög vel í því. Þetta er alveg frá því að vinna með listamönnum, fara heim til fólks og ráðleggja því í kaupum og fara út á kaupstefnur. Þetta er í raun viðskipti. Hefur verið síðustu tíu ár, mikill uppgangur í listkaupum og eftir hrun fattaði fólk að þetta er góð fjárfesting. Að kaupa list.“Auður um Gumma: „Er ókrýndur prins fjölskyldunnar. Það er alltaf gaman þar sem hann er, nema þegar hann er á barmi taugaáfalls yfir að komast ekki í veiði.“ Þórður um Gumma: „Gummi er öfgamaður, á það til að taka hluti fyrir og ef hann fær eitthvað á heilann kemst ekkert annað að.“Fóru sömu leið „Við gerðum mjög mikið það sama þegar við vorum ung. Við Gummi hlustuðum mikið á tónlistina sem Auður var að hlusta á. Ég var alltaf látinn vera í gömlum fötum af Gumma en hann notaði kannski ekki alveg fötin hennar,“ segir Þórður, sem nú er mættur, og Gummi grípur inn í. „Jú, stundum.“ „Við fylgdumst að í mörgu, hlustuðum á sömu tónlistina og þrátt fyrir mikinn aldursmun eigum við mikið af sameiginlegum vinum,“ segir Auður. „Já, það er frekar fyndið. Við erum náinn systkinahópur. Við Auður vorum til dæmis saman í brúðkaupi núna um helgina hjá vinum okkar. Svo er Þórður í tónlistinni, og það er svona svipuð kreðsa og við erum að hanga mikið með,“ segir Gummi. Þórður er gítarleikari í stuðsveitinni Retro Stefson en stundar nú nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og hyggur á frekara nám í hönnun.Skapa nýja heima Sáu systkinin það fyrir að miðjubróðirinn, Gummi, ætti eftir að klæða landsmenn einhvern daginn? „Það kom mér ekkert á óvart að hann skyldi leiðast út í fatahönnun. Þú hafðir alltaf áhuga á fötum og að skipta um föt,“ segir Auður brosandi við litla bróður sinn, sem er ekki alveg sammála systur sinni. „Jú, þú varst mjög mikið fyrir að klæða þig í búninga til dæmis. Ég man alveg eftir því.“ „Já, ég átti alls konar búninga, indíána, súperman. Var alltaf að búa mér til einhvern nýjan heima og það er í raun það sem mér finnst skemmtilegast við það sem ég geri í dag. Ekki það að teikna nýja og nýja flík heldur að búa til eitthvað meira,“ segir Guðmundur Er Guðmundur duglegur að gefa ykkur fataráðleggingar? „Nei, hann vill aldrei gefa okkur ráð,“ segir Auður. „Ég var að reyna að hjálpa honum um daginn þegar hann var að fara í brúðkaup því hann sagðist vera búinn að vera í sömu fötunum í ár,“ hlær Þórður.Gera nýja tónlist Þó að tónlistin hafa leikið lykilhlutverk í lífi Þórðar undanfarin ár er hann að upplifa eitthvað nýtt í Myndlistarskólanum. „Það er æðislegt. Það hefur breytt miklu hjá mér að fara út í myndlistina og gefur mér meira pláss en í tónlistina. Pláss og frelsi til að gera hvað sem ég vil. Það er góð tilfinning en það er samt mjög svipað og tónlistin, það sem ég er að gera en það er þægilegt,” segir Þórður. Retro Stefson en samt hvergi nærri hætt og næsta skref hjá sveitinni er að fara í stúdíó með haustinu til að taka upp nýja plötu. „Við höfum verið að spila mikið á Íslandi í sumar en núna ætlum við að einbeita okkur að því að gera plötu. Við höfum ekki æft neitt sérstaklega síðustu ár. Bara verið að spila á tónleikum þannig að við ætlum að prófa að slaka aðeins á í tónleikahaldi og gera nýja tónlist.“ Það er mikil tónlist í kringum systkinin. Eiginmaður Auðar er tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm og margir vinir þeirra tónlistarmenn úr ýmsum áttum. „Ég var einmitt að segja við Auði í brúðkaupinu um daginn: „af hverju er ég ekki poppstjarna?“ það er það eina sem mig langar til að vera og svo er ég bara að gera einhverjar blússur allan daginn. Ég væri geðveikt góður tónlistarmaður en hef því miður ekki hæfileikana í það,“ segir Gummi. „Guðmundur gæti samt aldrei verið í bara gítarleikari eins og ég. Hann yrði að vera fremst á sviðinu í hljómsveitinni,“ segir Þórður hlæjandi. „Það er í raun mér að þakka að þú byrjaðir að spila á gítar,“ skýtur Gummi inn í. „Ég byrjaði að taka í bassann því þú varst að æfa bassa, svo kom fljótt í ljós að ég var betri en þú og þá fékk ég gítarinn,“ segir Þórður. Engin pressa Hvað veldur því að þið eruð öll að starfa skapandi greinum? Var það uppeldið? „Ég fékk frekar listrænt uppeldi. Það voru alveg sjö ár sem foreldrar mínir voru með mig eina og þá vorum við alltaf að fara á listasöfn en svo þegar þessir tveir komu var ekki tími fyrir það lengur,“ segir Auður og Guðmundur grípur inn í: „Það var einfaldara að setja okkur í fótboltagallann.“ „Við vorum samt ekki í þvingaðir til að stunda neitt þannig, sem var góð uppeldisaðferð. Eða ég upplifði aldrei að það væri pressa á okkur að stunda eitthvað.“ Þrátt fyrir að hafa öll farið í MH var það bara Auður sem útskrifaðist. Guðmundur og Þórður hættu báðir. „Ekki einu sinni þá upplifði ég einhverja pressu frá þeim, bara mikinn stuðning,“ segir Þórður, sem hætti í menntaskóla til að fara út og láta reyna á tónlistardrauminn erlendis með Retro Stefson. „Aðalmálið var að það var alveg pressa á að við menntuðum okkur, en fókusinn hefur alltaf verið á að við gerðum eitthvað sem okkur finnst vera skemmtilegt, ekki vera að læra eitthvað til að læra það. Báðir foreldrar okkar hafa lagt mikla áherslu á það í gegnum tíðina,“ segir Auður. „Það virkar ekki á mig að segja mér að gera eitthvað, þá geri ég það pottþétt ekki,“ sgeir Guðmundur glettinn. Auður um Þórð: „Er best heppnaða barnið, enda yngstur. Hann er vænn við menn og málleysingja. Hann gengur reyndar á annarri hraðastillingu en við hin, en það kemur ekki að sök því hann bætir það upp með ljúfmennsku sinni.“ Gummi um Þórð: „Þórður er einstaklega vandaður. Líklega best heppnaður af okkur systkinum. Hann er rólegur en ákveðinn og hvers manns hugljúfi. Hann er mikill besserwisser og einstaklega gaman að æsa hann upp og deila við hann um staðreyndir. Við höfum alla tíð verið miklir vinir og eigum sameiginleg áhugamál sem foreldrar okkar kynntu okkur fyrir þegar við vorum börn.“Sjálfhverf systkini Eruð þið dugleg að styðja við hvort annað? „Nei,“ segja þau hlæjandi í kór. „Það eru allir svo sjálfhverfir að við erum ekkert að spá í hvað hinn er að gera,“ segir Guðmundur í gamansömum tón á meðan Auður dregur út því. „Við höfum áhuga á því sem hvert okkar gerir en við erum ekki að vinna neitt saman.“ „Ég er náttúrulega að vinna hjá Gumma svo mér finnst ég styðja ansi vel við hann,“ segir Þórður og Gummi tekur í sama streng. „Það er frábært að hafa Þórð í búðinni. Það halda allir að hann sé ég og hugsa: „Vá hvað hann er duglegur að vera alltaf í búðinni“ en Þórður er líka mög duglegur í vinnunni og stjórnar lagernum harðri hendi, hann er aldrei jafn fínn og þegar Þórður er á vakt.”Sá yngsti þroskaðastur En eruð þið lík systkinin? „Nei, ekki þannig. Ég hef heyrt að ég sé blanda að þeim tveimur,“ segir Auður. „Þórður er með besta upplagið af okkur. Hann er rosalega góður, með gott hjarta á meðan við Auður erum harðari,“ segir Gummi og Auður tekur undir það. „Þess vegna erum við í viðskiptum en ekki hann. Við þrífumst bæði á því að vinna í æsingi. Hann er líka svona siðgæðisvörður og alltaf að passa hvað við segjum. Hann er þroskaðastur af okkur, yngsti bróðirinn.“ „Eins og fyrir þetta viðtal sagði ég við Auði að ég væri stressaður að fara í viðtal með Gumma og Auður var sammála,“ segir Þórður hlæjandi. „Ég man þegar Gummi fór í sjónvarpsviðtal og sagðist banna strigaskó. Ég reyndi að stöðva það. Svo hefur hann sagst banna starfsfólki sínu að fara á Þjóðhátíð og talaði illa um buff,“ segir Þórður. „Það var reyndar mjög þakklátt,“ segir Auður hlæjandi. Auður segir það aldrei hafa komið til tals að þau systkinin færu að vinna saman. „Einn eigenda gallerísins spurði mig einhvern tímann að því hvort hún þyrfti að hafa áhyggjur af því að bróðir minn myndi stela mér í vinnu en ég held að við Gummi myndum myrða hvort annað eftir þrjá klukkutíma. Við gætum aldrei unnið saman.“ „Ég held að þið gætuð alveg unnið saman en þá þyrftuð þið að hætta að vera systkini. Við Auður gætum hins vegar alveg unnið saman,“ segir Þórður. Systkinaerjur sjaldgæfar Sjö ár eru á milli Auðar og Guðmundar og svo er þrjú ár á milli þeirra bræðra. Auður segist hafa tekið stórusysturhlutverkið alvarlega enda búin að þrá lengi að eignast systkini þegar Gummi kom í heiminn. „Já, ég passaði þá mikið þegar þeir voru litlir og svo þegar við urðum eldri fórum við að hanga saman á öðruvísi hátt,“ segir Auður og minnist þess ekki að það hafi verið mikið um systkinaerjur á heimilinu. „Jú, milli mín og Þórðar, enda stutt á milli. Ég tók Þórð einu sinni úr axlarlið. Ég var að spila tölvuleik og það var bannað að tala þegar ég var að spila. Þórður talaði, ég tapaði og ýtti eitthvað í hann og hann fór úr liði. Frekar glatað en hann vann mjög mikið út á það, var í fatla mjög lengi og með hvolpaaugu í öllum boðum,“ segir Gummi og þau hlæja. „Ég man eftir mér í aftursætinu á bílnum, á milli þeirra að stilla til friðar. Svo á ég núna tvo stráka sem jafn langt er á milli og er að endurlifa þetta allt aftur með þeim,“ segir Auður. „Við Guðmundur eigum stráka sem eru jafngamlir, eru skírðir saman og nánast eins og tvíburar. Svo við hittumst mikið með þá. Gummi er mjög góður pabbi.“Gummi um Auði: „Auður er yndisleg manneskja. Hún veit hvað hún vill og er ákveðin og á auðvelt með að stýra og það er mjög þægilegt að láta hana leiða sig áfram og segja til. Hún er afskaplega vel gefin og með hlutina á hreinu – mögulega með fullkomnunaráráttu sem auðvelt er að nýta sér til að hrella hana. Við erum miklir vinir og erum að mörgu leyti mjög lík.“ Þórður um Auði: „Úrræðagóð og góð að stjórna. Mjög sanngjörn samt. Hún frábær móðir og mjög nett.“Harður heimur Auður, Gummi og Þórður eru sammála um það að í raun er bara lítill partur af því að starfa í skapandi greinum skapandi. Gummi segir til dæmis að það sé mikil vinna sem á sér stað bak við tjöldin sem ekki allir sjá eða fá að sjá. „Þetta er auðvitað harður heimur og getur tekið á. Það er samt líka gaman að fara á fundi með fjárfestum og setja sig í þann gír. Það hefur hellingur gengið á og dramatík. Við erum með stúdíó og átta manns í vinnu, sama yfirbygging og ef við værum stærri með fleiri búðir. Svo augljóslega er þetta hark, en næsta skref er að fara út í heim með merkið. Það er í bígerð, veit ekki hvenær en bráðum,“ segir Gummi. „Það sama gildir um tónlistar- og myndlistarfólk. Þetta er pródúksjón og mikið starf sem gengur á bak við tjöldin sem enginn sér, en er mjög mikilvægur og vanmetinn partur af velgengni; þessi rekstarhlið,“ segir Auður. „Já, maður verður líka að nýta sé það, njóta þess og finna skapandi leiðir. Mestur tíminn fer í þessa hversdagslegu hluti sem er bara partur af starfinu. Eins og í tónlistinni, það kennir manni enginn hvernig á að gera þetta. Maður prufar sig bara áfram,“ grípur Þórður inn í. „Ég til dæmis tek svona tarnir tvisvar á ári, sný sólarhringnum við og geri næstu línu. Þess að milli þarf ég ekkert á því að halda og er bara í hinu. Ég er til dæmis mjög góður í að koma verkefnum yfir á aðra, í raun smá latur, og það held ég að sé ágætis kostur,“ segir Guðmundur hlæjandi.Frjálst uppeldi Hvernig var það að alast upp í Þingholtunum? „Við fengum frjálst uppeldi og mér fannst það bara yndislegt að alast upp í Þingholtunum. Miðað við Garðabæinn, þar sem við stoppuðum í eitt ár. Þá var miklu minna um vandræðaunglinga í miðbænum. Að minnsta kosti þegar við vorum að alast upp,“ segir Auður. „Það frekar fyndið því fullt af fólki finnst það bara fjarstæðukennt að hafa alist upp í miðbænum. Eins og þetta sé London. En í árganginum mínum í Austurbæjarskóla, var það mesta sem við gerðum að vera í svona anarkistasamtökum að mótmæla stóriðju,“ segir Þórður. „Það var mjög skemmtileg skapandi stemmning í gangi í kringum okkur, allavega í ykkar árgangi,“ segir Auður. „Ég gæti samt alveg hugsað mér að búa annars staðar en í miðbænum. Ég keyri hvort eð er allt sem ég fer. Keyri í Krambúðina sem er í tveggja mínútna fjarlægð,“ skýtur Guðmundur inn í og hlær.Jarðtengd og raunsæ Það er mikið í pípunum hjá systkinatríóinu. Guðmundur bíður þess að taka Jör-merkið út í heim, Auður er á fullu hjá galleríinu og Þórður að fara að taka upp plötu og stefnir í frekara nám í list; vöruhönnunarnám er á óskalistanum. „Ég sagði við hann að hann ætti ekki að fara út í myndlist nema hann gæti ekki hugsað sér að gera neitt annað. Ég held að maður geti ekki verið listamaður nema vera bara í því. Góðir myndlistarmenn gætu ekki verið að gera annað, og það á við hjá flestum í skapandi greinum. Þetta er svo djúpstætt og lætur mann aldrei vera. Maður fer ekkert á eftirlaun sem listamaður. Fólk segir oft að listamenn hafi það svo gott og vinni bara þrjá tíma á dag og svo framvegis en það er bara alls ekki svoleiðis,“ segir Auður og Þórður tekur undir það. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Þau Auður, Guðmundur og Þórður Jörundsbörn starfa öll á sviði skapandi greina. Þau slitu barnaskónum hverfi 101 Reykjavík og tengjast því hverfi enn þann dag í dag. Guðmundur og Auður mæta fyrst til leiks á 101 hótel, bæði svartklædd þrátt fyrir kærkomna sólargeisla í höfuðborginni svona síðsumars. Þau afsaka litla bróður sinn, Þórð, og segja hann yfirleitt mæta of seint. „Nema í vinnuna, hann mætir alltaf á réttum tíma í vinnu,“ segir Guðmundur, sem er einmitt með litla bróður sinn í vinnu. Guðmundur, eða Gummi Jör eins og hann er kallaður, hefur á stuttum tíma skapað sér sess meðal fremstu fatahönnuða landsins þar sem klæðnaður hans fyrir bæði kynin hefur slegið í gegn. Hann rekur eigin verslun í miðbænum ásamt vinnustofu og stefnir út fyrir landsteinana. Systkini þrjú ólust upp í Reykjavík, í miðbænum, og gengu öll í Austurbæjarskóla. Öll eru þau mjög tengd póstnúmerinu 101 og búa þar enn í dag. Nema Þórður, sem nú er mættur, en hann býr tímabundið meira og minna hjá kærustunni sinni í Garðabæ. „Við áttum lengi heima á Ingólfsstræti en fluttum svo síðar á Barónsstíginn. Við áttum heima rétt hjá Farsóttarheimilinu og fyrir utan var mikið um róna og svona en það var allt í góðu,“ segir Auður. Auður er elst og eina systirin. Myndlistarmaður að mennt og starfar nú hjá i8 Galleríi. Henni kann vel við sig bak við tjöldin í listaheiminum en í hennar verkahring er meðal annars að skipuleggja sýningar, ráðleggja við kaup og sölu á list og ferðast heimshorna á milli á kaupstefnur og sýningar. „Þetta er mjög fjölbreytt starf og ég þrífst mjög vel í því. Þetta er alveg frá því að vinna með listamönnum, fara heim til fólks og ráðleggja því í kaupum og fara út á kaupstefnur. Þetta er í raun viðskipti. Hefur verið síðustu tíu ár, mikill uppgangur í listkaupum og eftir hrun fattaði fólk að þetta er góð fjárfesting. Að kaupa list.“Auður um Gumma: „Er ókrýndur prins fjölskyldunnar. Það er alltaf gaman þar sem hann er, nema þegar hann er á barmi taugaáfalls yfir að komast ekki í veiði.“ Þórður um Gumma: „Gummi er öfgamaður, á það til að taka hluti fyrir og ef hann fær eitthvað á heilann kemst ekkert annað að.“Fóru sömu leið „Við gerðum mjög mikið það sama þegar við vorum ung. Við Gummi hlustuðum mikið á tónlistina sem Auður var að hlusta á. Ég var alltaf látinn vera í gömlum fötum af Gumma en hann notaði kannski ekki alveg fötin hennar,“ segir Þórður, sem nú er mættur, og Gummi grípur inn í. „Jú, stundum.“ „Við fylgdumst að í mörgu, hlustuðum á sömu tónlistina og þrátt fyrir mikinn aldursmun eigum við mikið af sameiginlegum vinum,“ segir Auður. „Já, það er frekar fyndið. Við erum náinn systkinahópur. Við Auður vorum til dæmis saman í brúðkaupi núna um helgina hjá vinum okkar. Svo er Þórður í tónlistinni, og það er svona svipuð kreðsa og við erum að hanga mikið með,“ segir Gummi. Þórður er gítarleikari í stuðsveitinni Retro Stefson en stundar nú nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og hyggur á frekara nám í hönnun.Skapa nýja heima Sáu systkinin það fyrir að miðjubróðirinn, Gummi, ætti eftir að klæða landsmenn einhvern daginn? „Það kom mér ekkert á óvart að hann skyldi leiðast út í fatahönnun. Þú hafðir alltaf áhuga á fötum og að skipta um föt,“ segir Auður brosandi við litla bróður sinn, sem er ekki alveg sammála systur sinni. „Jú, þú varst mjög mikið fyrir að klæða þig í búninga til dæmis. Ég man alveg eftir því.“ „Já, ég átti alls konar búninga, indíána, súperman. Var alltaf að búa mér til einhvern nýjan heima og það er í raun það sem mér finnst skemmtilegast við það sem ég geri í dag. Ekki það að teikna nýja og nýja flík heldur að búa til eitthvað meira,“ segir Guðmundur Er Guðmundur duglegur að gefa ykkur fataráðleggingar? „Nei, hann vill aldrei gefa okkur ráð,“ segir Auður. „Ég var að reyna að hjálpa honum um daginn þegar hann var að fara í brúðkaup því hann sagðist vera búinn að vera í sömu fötunum í ár,“ hlær Þórður.Gera nýja tónlist Þó að tónlistin hafa leikið lykilhlutverk í lífi Þórðar undanfarin ár er hann að upplifa eitthvað nýtt í Myndlistarskólanum. „Það er æðislegt. Það hefur breytt miklu hjá mér að fara út í myndlistina og gefur mér meira pláss en í tónlistina. Pláss og frelsi til að gera hvað sem ég vil. Það er góð tilfinning en það er samt mjög svipað og tónlistin, það sem ég er að gera en það er þægilegt,” segir Þórður. Retro Stefson en samt hvergi nærri hætt og næsta skref hjá sveitinni er að fara í stúdíó með haustinu til að taka upp nýja plötu. „Við höfum verið að spila mikið á Íslandi í sumar en núna ætlum við að einbeita okkur að því að gera plötu. Við höfum ekki æft neitt sérstaklega síðustu ár. Bara verið að spila á tónleikum þannig að við ætlum að prófa að slaka aðeins á í tónleikahaldi og gera nýja tónlist.“ Það er mikil tónlist í kringum systkinin. Eiginmaður Auðar er tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm og margir vinir þeirra tónlistarmenn úr ýmsum áttum. „Ég var einmitt að segja við Auði í brúðkaupinu um daginn: „af hverju er ég ekki poppstjarna?“ það er það eina sem mig langar til að vera og svo er ég bara að gera einhverjar blússur allan daginn. Ég væri geðveikt góður tónlistarmaður en hef því miður ekki hæfileikana í það,“ segir Gummi. „Guðmundur gæti samt aldrei verið í bara gítarleikari eins og ég. Hann yrði að vera fremst á sviðinu í hljómsveitinni,“ segir Þórður hlæjandi. „Það er í raun mér að þakka að þú byrjaðir að spila á gítar,“ skýtur Gummi inn í. „Ég byrjaði að taka í bassann því þú varst að æfa bassa, svo kom fljótt í ljós að ég var betri en þú og þá fékk ég gítarinn,“ segir Þórður. Engin pressa Hvað veldur því að þið eruð öll að starfa skapandi greinum? Var það uppeldið? „Ég fékk frekar listrænt uppeldi. Það voru alveg sjö ár sem foreldrar mínir voru með mig eina og þá vorum við alltaf að fara á listasöfn en svo þegar þessir tveir komu var ekki tími fyrir það lengur,“ segir Auður og Guðmundur grípur inn í: „Það var einfaldara að setja okkur í fótboltagallann.“ „Við vorum samt ekki í þvingaðir til að stunda neitt þannig, sem var góð uppeldisaðferð. Eða ég upplifði aldrei að það væri pressa á okkur að stunda eitthvað.“ Þrátt fyrir að hafa öll farið í MH var það bara Auður sem útskrifaðist. Guðmundur og Þórður hættu báðir. „Ekki einu sinni þá upplifði ég einhverja pressu frá þeim, bara mikinn stuðning,“ segir Þórður, sem hætti í menntaskóla til að fara út og láta reyna á tónlistardrauminn erlendis með Retro Stefson. „Aðalmálið var að það var alveg pressa á að við menntuðum okkur, en fókusinn hefur alltaf verið á að við gerðum eitthvað sem okkur finnst vera skemmtilegt, ekki vera að læra eitthvað til að læra það. Báðir foreldrar okkar hafa lagt mikla áherslu á það í gegnum tíðina,“ segir Auður. „Það virkar ekki á mig að segja mér að gera eitthvað, þá geri ég það pottþétt ekki,“ sgeir Guðmundur glettinn. Auður um Þórð: „Er best heppnaða barnið, enda yngstur. Hann er vænn við menn og málleysingja. Hann gengur reyndar á annarri hraðastillingu en við hin, en það kemur ekki að sök því hann bætir það upp með ljúfmennsku sinni.“ Gummi um Þórð: „Þórður er einstaklega vandaður. Líklega best heppnaður af okkur systkinum. Hann er rólegur en ákveðinn og hvers manns hugljúfi. Hann er mikill besserwisser og einstaklega gaman að æsa hann upp og deila við hann um staðreyndir. Við höfum alla tíð verið miklir vinir og eigum sameiginleg áhugamál sem foreldrar okkar kynntu okkur fyrir þegar við vorum börn.“Sjálfhverf systkini Eruð þið dugleg að styðja við hvort annað? „Nei,“ segja þau hlæjandi í kór. „Það eru allir svo sjálfhverfir að við erum ekkert að spá í hvað hinn er að gera,“ segir Guðmundur í gamansömum tón á meðan Auður dregur út því. „Við höfum áhuga á því sem hvert okkar gerir en við erum ekki að vinna neitt saman.“ „Ég er náttúrulega að vinna hjá Gumma svo mér finnst ég styðja ansi vel við hann,“ segir Þórður og Gummi tekur í sama streng. „Það er frábært að hafa Þórð í búðinni. Það halda allir að hann sé ég og hugsa: „Vá hvað hann er duglegur að vera alltaf í búðinni“ en Þórður er líka mög duglegur í vinnunni og stjórnar lagernum harðri hendi, hann er aldrei jafn fínn og þegar Þórður er á vakt.”Sá yngsti þroskaðastur En eruð þið lík systkinin? „Nei, ekki þannig. Ég hef heyrt að ég sé blanda að þeim tveimur,“ segir Auður. „Þórður er með besta upplagið af okkur. Hann er rosalega góður, með gott hjarta á meðan við Auður erum harðari,“ segir Gummi og Auður tekur undir það. „Þess vegna erum við í viðskiptum en ekki hann. Við þrífumst bæði á því að vinna í æsingi. Hann er líka svona siðgæðisvörður og alltaf að passa hvað við segjum. Hann er þroskaðastur af okkur, yngsti bróðirinn.“ „Eins og fyrir þetta viðtal sagði ég við Auði að ég væri stressaður að fara í viðtal með Gumma og Auður var sammála,“ segir Þórður hlæjandi. „Ég man þegar Gummi fór í sjónvarpsviðtal og sagðist banna strigaskó. Ég reyndi að stöðva það. Svo hefur hann sagst banna starfsfólki sínu að fara á Þjóðhátíð og talaði illa um buff,“ segir Þórður. „Það var reyndar mjög þakklátt,“ segir Auður hlæjandi. Auður segir það aldrei hafa komið til tals að þau systkinin færu að vinna saman. „Einn eigenda gallerísins spurði mig einhvern tímann að því hvort hún þyrfti að hafa áhyggjur af því að bróðir minn myndi stela mér í vinnu en ég held að við Gummi myndum myrða hvort annað eftir þrjá klukkutíma. Við gætum aldrei unnið saman.“ „Ég held að þið gætuð alveg unnið saman en þá þyrftuð þið að hætta að vera systkini. Við Auður gætum hins vegar alveg unnið saman,“ segir Þórður. Systkinaerjur sjaldgæfar Sjö ár eru á milli Auðar og Guðmundar og svo er þrjú ár á milli þeirra bræðra. Auður segist hafa tekið stórusysturhlutverkið alvarlega enda búin að þrá lengi að eignast systkini þegar Gummi kom í heiminn. „Já, ég passaði þá mikið þegar þeir voru litlir og svo þegar við urðum eldri fórum við að hanga saman á öðruvísi hátt,“ segir Auður og minnist þess ekki að það hafi verið mikið um systkinaerjur á heimilinu. „Jú, milli mín og Þórðar, enda stutt á milli. Ég tók Þórð einu sinni úr axlarlið. Ég var að spila tölvuleik og það var bannað að tala þegar ég var að spila. Þórður talaði, ég tapaði og ýtti eitthvað í hann og hann fór úr liði. Frekar glatað en hann vann mjög mikið út á það, var í fatla mjög lengi og með hvolpaaugu í öllum boðum,“ segir Gummi og þau hlæja. „Ég man eftir mér í aftursætinu á bílnum, á milli þeirra að stilla til friðar. Svo á ég núna tvo stráka sem jafn langt er á milli og er að endurlifa þetta allt aftur með þeim,“ segir Auður. „Við Guðmundur eigum stráka sem eru jafngamlir, eru skírðir saman og nánast eins og tvíburar. Svo við hittumst mikið með þá. Gummi er mjög góður pabbi.“Gummi um Auði: „Auður er yndisleg manneskja. Hún veit hvað hún vill og er ákveðin og á auðvelt með að stýra og það er mjög þægilegt að láta hana leiða sig áfram og segja til. Hún er afskaplega vel gefin og með hlutina á hreinu – mögulega með fullkomnunaráráttu sem auðvelt er að nýta sér til að hrella hana. Við erum miklir vinir og erum að mörgu leyti mjög lík.“ Þórður um Auði: „Úrræðagóð og góð að stjórna. Mjög sanngjörn samt. Hún frábær móðir og mjög nett.“Harður heimur Auður, Gummi og Þórður eru sammála um það að í raun er bara lítill partur af því að starfa í skapandi greinum skapandi. Gummi segir til dæmis að það sé mikil vinna sem á sér stað bak við tjöldin sem ekki allir sjá eða fá að sjá. „Þetta er auðvitað harður heimur og getur tekið á. Það er samt líka gaman að fara á fundi með fjárfestum og setja sig í þann gír. Það hefur hellingur gengið á og dramatík. Við erum með stúdíó og átta manns í vinnu, sama yfirbygging og ef við værum stærri með fleiri búðir. Svo augljóslega er þetta hark, en næsta skref er að fara út í heim með merkið. Það er í bígerð, veit ekki hvenær en bráðum,“ segir Gummi. „Það sama gildir um tónlistar- og myndlistarfólk. Þetta er pródúksjón og mikið starf sem gengur á bak við tjöldin sem enginn sér, en er mjög mikilvægur og vanmetinn partur af velgengni; þessi rekstarhlið,“ segir Auður. „Já, maður verður líka að nýta sé það, njóta þess og finna skapandi leiðir. Mestur tíminn fer í þessa hversdagslegu hluti sem er bara partur af starfinu. Eins og í tónlistinni, það kennir manni enginn hvernig á að gera þetta. Maður prufar sig bara áfram,“ grípur Þórður inn í. „Ég til dæmis tek svona tarnir tvisvar á ári, sný sólarhringnum við og geri næstu línu. Þess að milli þarf ég ekkert á því að halda og er bara í hinu. Ég er til dæmis mjög góður í að koma verkefnum yfir á aðra, í raun smá latur, og það held ég að sé ágætis kostur,“ segir Guðmundur hlæjandi.Frjálst uppeldi Hvernig var það að alast upp í Þingholtunum? „Við fengum frjálst uppeldi og mér fannst það bara yndislegt að alast upp í Þingholtunum. Miðað við Garðabæinn, þar sem við stoppuðum í eitt ár. Þá var miklu minna um vandræðaunglinga í miðbænum. Að minnsta kosti þegar við vorum að alast upp,“ segir Auður. „Það frekar fyndið því fullt af fólki finnst það bara fjarstæðukennt að hafa alist upp í miðbænum. Eins og þetta sé London. En í árganginum mínum í Austurbæjarskóla, var það mesta sem við gerðum að vera í svona anarkistasamtökum að mótmæla stóriðju,“ segir Þórður. „Það var mjög skemmtileg skapandi stemmning í gangi í kringum okkur, allavega í ykkar árgangi,“ segir Auður. „Ég gæti samt alveg hugsað mér að búa annars staðar en í miðbænum. Ég keyri hvort eð er allt sem ég fer. Keyri í Krambúðina sem er í tveggja mínútna fjarlægð,“ skýtur Guðmundur inn í og hlær.Jarðtengd og raunsæ Það er mikið í pípunum hjá systkinatríóinu. Guðmundur bíður þess að taka Jör-merkið út í heim, Auður er á fullu hjá galleríinu og Þórður að fara að taka upp plötu og stefnir í frekara nám í list; vöruhönnunarnám er á óskalistanum. „Ég sagði við hann að hann ætti ekki að fara út í myndlist nema hann gæti ekki hugsað sér að gera neitt annað. Ég held að maður geti ekki verið listamaður nema vera bara í því. Góðir myndlistarmenn gætu ekki verið að gera annað, og það á við hjá flestum í skapandi greinum. Þetta er svo djúpstætt og lætur mann aldrei vera. Maður fer ekkert á eftirlaun sem listamaður. Fólk segir oft að listamenn hafi það svo gott og vinni bara þrjá tíma á dag og svo framvegis en það er bara alls ekki svoleiðis,“ segir Auður og Þórður tekur undir það.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira