Klámvæðing æskunnar sigga dögg kynfræðingur skrifar 12. júní 2014 16:00 Það vilja ekki allar stelpur vera prinsessur Mynd/Getty Ég sótti nýlega málþing á vegum Reykjavíkurborgar sem var mjög áhugavert. Í kjölfarið tilkynnti Reykjavíkurborg að ákveðið hafði verið að veita fjórum milljónum króna til verkefnis sem vinnur gegn staðalímyndum og klámvæðingu barna og unglinga. Ef þú ert óviss um hvað þetta þýðir þá getur þú ímyndað þér sjónvarpsþætti eins og Toddlers and Tiaras eða annað eins sem ýtir undir að stelpur eigi að líta eldri út en þær eru og bara vera sætar og prúðar. Þetta er allt um kring og alls staðar, eins og stelpan sem spurði í kynfræðslu hvort einhver strákur yrði nokkur tíma skotinn í henni því hún gengur bara í stórum nærbuxum. Þessi skilaboð hafa áhrif á bæði drengir og stúlkur og senda þeim undarlegar leikreglur um hvernig skuli haga sér í samskiptum kynjanna. Eins og Representation verkefnið bendir á. APA, samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum tók saman ítarlega skýrslu um þessi áhrif á börn og unglinga og birti hana 2007. Í kjölfarið var SPARK hreyfingin stofnuð sem miðar að því að hvetja konur og stúlkur til athafna gegn staðalímyndum og klámævðingu. Til að kynna sér málefnið enn frekar þá má lesa bókina, „So Sexy, So Soon“. Heimildamyndin hér að neðan, „Sexy Inc, our children under influence“ varpar ágætu ljósi á málin. Heilsa Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ég sótti nýlega málþing á vegum Reykjavíkurborgar sem var mjög áhugavert. Í kjölfarið tilkynnti Reykjavíkurborg að ákveðið hafði verið að veita fjórum milljónum króna til verkefnis sem vinnur gegn staðalímyndum og klámvæðingu barna og unglinga. Ef þú ert óviss um hvað þetta þýðir þá getur þú ímyndað þér sjónvarpsþætti eins og Toddlers and Tiaras eða annað eins sem ýtir undir að stelpur eigi að líta eldri út en þær eru og bara vera sætar og prúðar. Þetta er allt um kring og alls staðar, eins og stelpan sem spurði í kynfræðslu hvort einhver strákur yrði nokkur tíma skotinn í henni því hún gengur bara í stórum nærbuxum. Þessi skilaboð hafa áhrif á bæði drengir og stúlkur og senda þeim undarlegar leikreglur um hvernig skuli haga sér í samskiptum kynjanna. Eins og Representation verkefnið bendir á. APA, samtök sálfræðinga í Bandaríkjunum tók saman ítarlega skýrslu um þessi áhrif á börn og unglinga og birti hana 2007. Í kjölfarið var SPARK hreyfingin stofnuð sem miðar að því að hvetja konur og stúlkur til athafna gegn staðalímyndum og klámævðingu. Til að kynna sér málefnið enn frekar þá má lesa bókina, „So Sexy, So Soon“. Heimildamyndin hér að neðan, „Sexy Inc, our children under influence“ varpar ágætu ljósi á málin.
Heilsa Lífið Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira