Hvernig gat þetta endað vel? Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 11:13 Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil! Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent
Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil!
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent