"Ákveðin særing til að koma djöflunum út“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 10:30 Erna sér fegurðina í ljótleikanum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði. RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Danslistakonan Erna Ómarsdóttir hefur verið valin af sameiginlegri dómnefnd RIFF og fulltrúum vídeóverkahátíðarinnar Hors Pistes til þess að sýna myndbandslistaverk sitt á Pompidou-safninu í París á næsta ári. Myndin verður frumsýnd á RIFF í Norræna húsinu í byrjun október. Verkið er ljóðræn heimildarmynd um störf listahópsins Shalala sem Erna skipar ásamt Valdimari Jóhannssyni tónlistarmanni. Hópurinn hefur unnið mikið með öskur í gegnum tíðina. „Þetta er ákveðin særing til að koma djöflunum út,“ segir Erna en hún segist sjá fegurðina í ljótleika öskursins. Shalala-hópurinn bjó meðal annars til það sem kallast „The Black Yoga Screaming Chamber“, öskurklefa sem þau gáfu bæði Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur. Klefinn var uppi í mánuð í Ráðhúsinu að sögn Ernu en Alþingi hefur ekki enn komið honum í notkun. „Það er staður þar sem menn myndu hafa gott af því að hafa öskurklefa nálægt sér,“ segir hún. Á Menningarnótt mun Shalala sýna listir sínar. Sýningin FOLK? I do (not) agree! verður í gangi frá 13.00 til 18.00 í Iðnó og tekur Shalala þátt í henni ásamt íslenskum og pólskum sviðslistamönnum. Klukkan 14.00 verður svokallað „Screaming Spa“ í Kling og Bang þar sem verður „íslensk heitapottsstemning“ og menn geta látið nudda sig með öskurhljóðbylgjum. Klukkan 15.30 í Iðnó mun Erna síðan leiða tíma í „Metal Aerobics“, líkamsrækt sem blandar eróbikki við þungamálmstónlist. „Menn geta fengið smá aukaorkulosun þar,“ segir Erna létt í bragði.
RIFF Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira